Veitu- og hafnaráð

129. fundur 01. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Benedikt Snær óskaði eftir afbrigðum við dagskrá að bæta við 4.dagskrárliðnum mál nr. 202311003. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.ISOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom inn á fundinn í gegnum Teams kl. 8:15 Auður Agla Óladóttir frá ÍSOR og fór yfir stöðu jarðhitarannsókna í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnarráð þakkar Auði Öglu Óladóttur fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð leggur til að þegar minnisblað um Merkisvík liggur fyrir að þá fyrir verði tekin ákvörðun um borun hitastigulsholu á því svæði. Jafnframt er lagt til að þegar skýrsla um niðurstöður hitastigulsborana í Skíðadal liggja fyrir verði tekin ákvörðun um framhald leitar á því svæði. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Auður Agla Óladóttir vék af fundi kl. 9:05

2.Árskógssandshöfn, viðhald á þekju

Málsnúmer 202310082Vakta málsnúmer

Efni hefur runnið undan þekjunni á bryggjunni á Árskógssandshöfn með þeim afleiðingum að gat myndaðist. Búið er að steypa upp í gatið en nauðsynlegt er að skoða ástand bryggjunnar heildstætt. Sveitarstjóri hefur sent erindi þess efnis á siglingasvið Vegagerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

3.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2023

Málsnúmer 202310104Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgja gögn, útreikningur og útsend bréf frá því á árinu 2022.
Frestað til næsta fundar.

4.Fjarlandanir og þróun í vigtunarmálum; Fiskistofa

Málsnúmer 202311003Vakta málsnúmer

Benedikt Snær upplýsti að á Hafnafundi sem haldinn var í Hafnarfirði þann 20.október sl. hafi komið fram að Fiskistofa sé að fara í þróunarverkefni í samstarfi við Hafnasamband Íslands um fjarvigtun í tveimur höfnum.
Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að hafnir Dalvíkurbyggðar óski eftir því að taka þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri