Fræðsluráð

277. fundur 14. desember 2022 kl. 08:15 - 11:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.
Dagskrá
Þórhalla Karlsdóttir, boðaði forföll og Þorsteinn Ingi Ragnarsson kom í hennar stað. Jolanta Krystyna Brandt, boðaði forföll og engin komst í hennar stað.

Aðrir sem sitja fundinn: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitastjóri, Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla, Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra í Árskógi.

1.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason, forstöðumaður skólaþróunar, Háskólans á Akureyri, fór yfir stöðuna á innleiðingarferli skólanna á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar frá 2021 og næstu skref í ferlinu.
Þökkum Gunnar Gíslasyni fyrir erindið. Mjög brýnt er að fara í stöðumat á innleiðingu á menntastefnu sem verði kynnt fyrir fræðsluráði í apríl/maí 2023.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitastjóri, fór af fundi kl. 09:15

2.Áskorun vegna innleiðingar Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202211123Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni dags. 20. nóv. 2022.
Þökkum Gunnþóri Eyfjörð Gunnþórssyni fyrir bréfið og fræðsluráð leggur áherslu á að áherslur í Menntastefna verða haldið á lofti í skólunm.

3.Fjárhagslegt stöðumat 2022 (Málafl. 04)

Málsnúmer 202206094Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskgógar - og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Stjórnendum er þakkað fyrir kynningarnar.

4.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202206109Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar. Búið er að mynda innleiðingarhóp fyrir frumvarpið og stendur sú vinna vel.

5.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar Friðrik skólastjóra fyrir kynningu.

6.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fór yfir starfsmannakönnun á Krílakoti.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar Guðrúnu og Ágústu fyrir góða kynningu.

7.Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli

Málsnúmer 202211041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá félagi heyrnalausra dags. 08.11.2022.
Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu þar sem að búið er að ráðstafa fjármagni fjárhagsárið 2022.

8.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í heimsókn í Dalvíkurskóla.
Heimsókn frestað fram yfir áramót.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs.