Fræðsluráð

268. fundur 09. mars 2022 kl. 08:00 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Felix Rafn Felixson varaformaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskól,Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti,Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla og Magni Þór Óskarsson fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Skóladagatöl skólanna 2022 - 2023

Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

3.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason, forstöðumaður hjá Miðstöð skólaþróunar hjá Háskólanum á Akureyri, kemur á fund og upplýsir fræðsluráð Dalvíkurbyggðar um stöðu á innleiðingaferli á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að innleiða Menntastefnu Dalvíkurbyggðar í öllum skólastofnunum Dalvíkurbyggðar á markvissan hátt.

4.Röskun á skólastarfi vegna afléttinga á sóttvörnum vegna COVID - 19

Málsnúmer 202203016Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir það hvernig skólastarf hafi gengið eftir afléttingar á sóttvörnum vegna COVID - 19.
Lagt fram til kynningar.

5.Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2022

Málsnúmer 202203021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Mennta - og barnamálaráðuneyti dags. 3 mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Inntökureglur í leikskóla

Málsnúmer 202110068Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram endurskoðaðar inntökureglur leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

7.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, fór yfir fyrstu drög að hugmyndum um stækkun á leikskólalóð Krílakots.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Felix Rafn Felixson varaformaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs