Menningarráð

77. fundur 27. janúar 2020 kl. 10:00 - 11:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, sat undir liðum 1. - 5.

1.Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

Málsnúmer 201911112Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Áhersluflokkarnir í sóknaráætluninni eru atvinnumál og nýsköpun, menning og umhverfismál. Áætlunin tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og einstök markmið og aðgerðir tengd við tilheyrandi heimsmarkmið.
Lagt fram til kynningar.

2.Áhersluverkefni Eyþings 2020

Málsnúmer 202001004Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi dagsettur 20. desember 2019, þar sem auglýst er eftir hugmyndum að áhersluverkefnum 2020.

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

Hægt er að skila inn hugmyndum til Eyþings til 31. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05

Málsnúmer 202001081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 05 fyrir fjárhagsárið 2019
Lagt fram til kynningar

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2020.
Lagt fram til kynningar

5.Skipulag viðburða á bókasafni fram á vor

Málsnúmer 202001077Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, fór yfir skipulag viðburða á Bókasafni Dalvíkurbyggðar fram á vor.
Lagt fram til kynningar
Björk Hólm fór af fund kl. 11:30

6.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ella Vala Ármannsdóttir, nefndarmaður, upplýstu Menningarráð um stöðu mála í þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg.
Lagt fram til kynningar

7.Styrkveiting úr menningar-og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201902012Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnureglur menningarráðs vegna úthlutunar styrkja af framlagi til menningarmála. Í þeim kemur fram að ráðið auglýsir í upphafi árs eftir umsóknum um styrki úr Menningar-og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar fyrir það ár.

Farið yfir drög að auglýsingu um umsóknir í sjóðinn.
Menningarráð felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóa fræðslu- og menningarsviðs að koma auglýsingu til fjölmiðla.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Ella Vala Ármannsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs