Fræðsluráð

244. fundur 18. desember 2019 kl. 08:00 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Felix Rafn Felixson varaformaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað sat Þórunn Andrésdóttir.
Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots, Bjarni Jóhann Valdimarsson áheyrnafulltrúi foreldra í Árskógarskóla og Margrét Eiríksdóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, sátu einnig fundinn.

1.Tilboð í þjónustu við leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201907071Vakta málsnúmer

Þóra Rósa Geirsdóttir kom og kynnti þjónustu Gloppu sf. fyrir fræðsluráði Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Þóru Rósu Geirsdóttur fyrir góða kynningu.

2.Kynning á ráðgjafarþjónustunni Bjarkir ehf.

Málsnúmer 201912029Vakta málsnúmer

Ingileif Ástvaldsdóttir kynnti ráðgjafarþjónustuna Bjarkir ehf. fyrir fræðsluráði Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar þakkar Ingileif Ástvaldsdóttur fyrir góða kynningu.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir fór út af fundi kl.09:03

3.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti fjárhagsstöðu fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

4.Niðurstöður samræmdra prófa

Málsnúmer 201905008Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar þakkar Friðriki Arnarsyni fyrir kynningu á niðurstöðum samræmdra próf í 4. og 7. bekk.

5.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum frá því í haust.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar þakkar Friðriki Arnarsyni fyrir kynningu á niðurstöðu Skólapúlsins í Dalvíkurskóla.
Dagbjört Sigurpálsdóttir vék af fundi kl.09.45

6.Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201911111Vakta málsnúmer

Blágrýti sf. óskar eftir framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla. Bréf dags. 3. desember 2019.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar samþykkir með fjórum atkvæðum framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla í eitt ár til loka skólaárs 2020 - 2021. Sviðsstjóra fræðslu - og menningarmála falið að ganga frá samningi þar sem að samningur frá 2017 - 2020 er hafður til grundvallar.

7.Starfsemi Símey í Dalvíkurbyggð 2019

Málsnúmer 201911107Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram bréf um starfsemi Símey á Dalvík dags. 18.11.2019.
Lagt fram til kynningar

8.Viðbótarframlag vegna skólaaksturs 2019

Málsnúmer 201911095Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason kynnti fyrir fræðsluráði Dalvíkurbyggðar umsókn vegna íþyngjandi kostnaðar á skólaakstri í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906041Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Felix Rafn Felixson varaformaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs