Landbúnaðarráð

131. fundur 13. febrúar 2020 kl. 09:00 - 10:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson boðaði forföll og enginn kom í hans stað.

1.Fundargerðir fjallskiladeildar 2019

Málsnúmer 201909062Vakta málsnúmer

Til umræðu fundargerðir fjallskilanefnda Árskógsdeildar og Svarfdæladeildar 2019
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar fundargerðir Árskógs- og Svarfdæladeildar.

2.Fjallskilamál Dalvíkurdeildar

Málsnúmer 201909101Vakta málsnúmer

Til umræðu álitsbréf frá lögfræðingi sveitarfélagsins, lögfræðingi Bændasamtaka Íslands og Ólafi Dýrmundssyni vegna fjallskilamála í Dalvíkurbyggð
Fyrir liggur álit lögmanns sveitarfélagsins,lögmanns Bændasamtaka Íslands og Ólafs Dýrmundssonar sem staðfestir að túlkun Landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar á fyrirkomulagi fjallskilamála í sveitarfélaginu er rétt.
Þar sem ekki hefur verið farið eftir samþykkt landbúnaðarráðs í Dalvíkurdeild sem staðfest er af sveitarstjórn er ljóst að skipa verður nýja fjallskilanefnd fyrir deildina.

3.Viðhald og endurbætur á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201909102Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir við viðhald og endurbætur fjallgirðingar á Árskógsströnd sumarið 2020.
Farið var yfir stöðu mála vegna næsta áfanga viðhalds og endurbóta fjallgirðingar á Árskógsströnd.

4.Leiga á beitar og slægjulöndum

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Til kynningar drög að endurnýjuðum leigusamningum leigulands Dalvíkurbyggðar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 202001082Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 01. janúar 2020 óskar Eydís Arna Hilmarsdóttir eftir búfjárleyfi fyrir 5 hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Fundi slitið - kl. 10:20.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs