Starfs-og fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201903029

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 238. fundur - 08.05.2019

Stjórnendur leik-og grunnskóla fóru yfir stöðu helstu verkefna sem og það helsta sem framundan er í starfinu.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru í gangi og því sem framundan er.
Friðrik Arnarson, Guðríður Sveinsdóttir, Jónína Garðarsdóttir og Bjarni Jóhann Valdimarsson fóru af fundi kl. 09:20

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15. fundur - 06.09.2019

Drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2019 - 2020 lögð fram til kynningar.
Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir drög að starfsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Fræðsluráð - 241. fundur - 18.09.2019

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri leikskólans Krílakots fóru yfir helstu áherslur og breytingar í starfs- og fjárhagsáætlun á fræðslusviði.
Drög að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslusviðs lögð fram til kynningar og umræðu. Drögin verða uppfærð í samræmi við umræður á fundinum.

Menningarráð - 75. fundur - 19.09.2019

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir forstöðumaður safna fór yfir helstu áherslur og breytingar í starfs- og fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2020.
Menningarráð samþykkir starfsáætlun safna í Dalvíkurbyggð í samræmi við þær breytingar og umræður sem fóru fram á fundinum.

Menningarráð lýsir mikilli ánægju yfir frjórri starfsemi safna í Dalvíkurbyggð.

Fræðsluráð - 242. fundur - 09.10.2019

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla,Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots og Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fóru yfir helstu áherslur og breytingar á starfs - og fjárhagsáætlun í málaflokki 04.
Lagt fram til kynningar

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 16. fundur - 11.10.2019

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri fór yfir helstu breytingar í fjárhagsáætlun 2020 fyrir TÁT.
Skólanefnd TÁT þakkar Magnúsi skólastjóra fyrir góða kynningu á drögum að starfs - og fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2020.

Fræðsluráð - 245. fundur - 08.01.2020

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots og Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs fóru yfir stöðu á verkefnum í starfs - og fjárhagsáætlunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum og sviðsstjóra fyrir yfirferð á stöðu mála í starfs - og fjárhagsáætlunum.