Umhverfisráð

325. fundur 13. ágúst 2019 kl. 17:00 - 20:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 201905162Vakta málsnúmer

Til umræðu mögulegar breytingar á deiliskipulagstillögu Hóla- og Túnahverfis samkvæmt niðurstöðu íbúafundar sem haldin var í Bergi þriðjudaginn 6. ágúst.
Í ljósi framkominna athugasemda og ábendinga á kynningarfundi með íbúum dags. 6. ágúst s.l. þar sem kynnt var tillaga um breytingar á gildandi deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, samþykkir umhverfisráð að gerðar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
1. Að hámarksbyggingarmagni á lóðunum Hringtúni 17 og 19 verði haldið óbreyttu frá gildandi deiliskipulagi, þ.e.a.s. verði áfram 260 m² í stað 300 m².

2. Að lóðirnar Hringtún 42 og 44 verði sameinaðar í eina lóð með fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð sem liggur samsíða götu.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun samkvæmt samþykkt byggðaráðs dags. 11. júlí s.l. auglýsa tillöguna svo breytta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á hluta hússins

Málsnúmer 201908008Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 07. ágúst 2019 óskar Bjarni V. Rúnarsson eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á hluta Brekkukots í Svarfaðardal.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Niðurstöður umferðaþings

Málsnúmer 201906005Vakta málsnúmer

Á 909. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur dags. 1.júní 2019 frá Slysavarnadeildinni á Dalvík hvar kynntar eru niðurstöður umferðaþings sem deildin hélt í samvinnu við nemendur Dalvíkurskóla föstudaginn 25.apríl 2019. Umferðaþingið er afrakstur heimsráðstefnu í slysavörnum sem var haldin í Tailandi í nóvember 2018 en tveir fulltrúar slysavarnardeildarinnar sóttu ráðstefnuna. Byggðaráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu og vísar niðurstöðum umferðarþingsins til Umhverfisráðs."
Umhverfisráð lýsir ánægju sinni með þessa vinnu sem ráðið mun hafa til hliðsjónar við endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar.

4.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að uppfæra umferðaröryggisáætlunina samkvæmt þeim tillögum að breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Beiðni um að halda gervihnattadiski á Lokastíg 1

Málsnúmer 201905137Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 09. maí 2019 óskar Pawel Pieczynski eigandi íbúðar 0302 við Lokastíg 1, Dalvík eftir leyfi fyrir gervihnattadisk á svölum íbúðarinnar.
Þar sem ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda hússins getur umhverfisráð ekki veitt umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Úthlutun byggingalóða - endurskoðun á reglum

Málsnúmer 201807084Vakta málsnúmer

Til umræðu endurskoðun og breytingar á gildandi úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð hefur farið yfir núgildandi reglur og frestar afgreiðslu vegna upplýsingaöflunar.

7.Umsókn um lóð að Hamri

Málsnúmer 1907047Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 12. ágúst 2019 óska þau Arnheiður Hallgrímsdóttir og Páll Ómar Jóhannesson eftir sumarhúsalóðinni nr. 17 að Hamri samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs