Landbúnaðarráð

114. fundur 16. nóvember 2017 kl. 10:15 - 12:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Kristinn Ingi Valsson varamaður
 • Ottó B Jakobsson Varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Kristinn Ingi Valsson. Gunnsteinn Þorgilsson boðaði einnig forföll og í hans stað mætti Ottó B Jakobsson.

1.Fundargerðir Fjallskiladeilda 2017

Málsnúmer 201710042Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar 2017 og innsendur reikningur vegna fjallskila.
Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við niðurröðun dagsverka og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
Ráðið gerir einnig athugasemdir við innsendan reikning.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

2.Gangnaseðill - Dalvíkurdeild 2017

Málsnúmer 201708093Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu gangnaseðill fyrir Dalvíkurdeild 2017.
Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við gangnaseðilinn og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Fundargerð fjallskilastjórnar Fjallabyggðar nr. 2/2017

Málsnúmer 201710061Vakta málsnúmer

Til umræðu endurrit úr fundargerð Fjallskilastjórnar Fjallabyggðar er varðar sauðfjárveikivarnir sem barst sveitarfélaginu dags. 17. október 2017.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill árétta að umræddur fjárbóndi tilheyrir Dalvíkurdeild, en Vámúli(Ólafsfjarðarmúli) er afréttur Dalvíkurdeildar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að umræddur fjárbóndi sleppi sínu fé í múlann. Engin fjárbóndi í Svarfdæladeild sleppir sínu fé í múlann enda hafa þeir ekki heimild til þess. Ráðið vill benda á að víðar er greiðari leið fyrir fé úr Dalvíkurdeild yfir fjallgarðinn milli Dalvíkurdeildar og Fjallabyggðar. Ráðið vill einnig benda á að Héraðsdýralæknir er yfirmaður hvað varðar sauðfjárveikivarnir en ekki sveitarfélögin.
Afrit af þessari bókun send fjallskilastjórn Fjallabyggðar og héraðsdýralækni.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201710104Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 27. október 2017 óskar Sævaldur Jens Gunnarsson eftir búfjárleyfi fyrir 4 hross.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

5.Fjallgirðing Árskógsströnd 2017

Málsnúmer 201705139Vakta málsnúmer

Til umræðu vinna og fyrirkomulag endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd
Ráðið felur sviðsstjóra að kynna tillögur að samkomulagi við umræddan landeiganda samkvæmt umræðum á fundinum sem í framhaldinu verður lagt fyrir ráðið á næsta fundi.
Ráðið felur einnig sviðsstjóra að ganga frá yfirlýsingu samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru sem tekin verður fyrir á næsta fundi til samþykktar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Vegna umsóknar um búfjárleyfi

Málsnúmer 201711053Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi dags. 3. nóvember 2017 frá Prima lögmönnum fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur vegna umsóknar um búfjárleyfi að Árskógi 1, 621 Dalvíkurbyggð.
Á 113. fundi landbúnaðarráðs þann 14. september síðastliðinn var eftirfarandi bókað
"Landbúnaðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um búfjárleyfi þar sem umsækjandi uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá 2013.

Landbúnaðarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og umhverfisráð að fyrirhuguð staðsetning á hesthúsbyggingu og leigusamningar um land til beitar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Ráðið telur að það land sem þegar hefur verið leigt henti ekki til beitar og hefði ekki komið til úthlutunar ef leitað hefði verið álits landbúnaðarráðs."

Ráðið getur ekki séð að forsendur til veitingar búfjárleyfis hafi breyst og engin gögn borist ráðinu vegna þessa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Kristinn Ingi Valsson varamaður
 • Ottó B Jakobsson Varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs