Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

26. fundur 14. maí 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir formaður
 • Steinunn Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
 • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu á fjarfundi: Ave Kara Sillaots, fulltrúi starfsmanna hjá TÁT.

1.Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar

Málsnúmer 201705064Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir helstu breytingar er varðar starfsmannahald fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

2.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 202103014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu dags. 02.mars 2021.
Lagt fram til kynningar erindi frá Jafnréttisstofu dags. 03.03.21 þar sem kynnt eru
tvenn ný lög frá Alþingi sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr,. 10/2008. Nýju lögin eru annars
vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna
stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Sveitarfélög skulu eigi síðar en ári
eftir sveitarstjórnarkosningar gera áætlun um jafnréttismál og taka til markmiða
og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns heldur
jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðana, fötlunar
o.s.frv. Ekki er kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal
sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsisns að fara
með jafnréttismál.

3.Skipulag á skólaslitum TÁT

Málsnúmer 202005011Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir skipulag á skólaslitum TÁT 2021.
Lagt fram til kynningar. Skólanefnd TÁT þakkar starfsfólki og nemendum fyrir faglegt og metnaðarfullt starf við óvenjulegar aðstæður.

4.Fjárhagslegt stöðumat TÁT

Málsnúmer 201911063Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir þriggja mánaða stöðumat hjá TÁT fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Vortónleikar TÁT - 2021

Málsnúmer 202105040Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir skipulag á vortónleikum hjá TÁT, skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Eignalisti TÁT

Málsnúmer 202105041Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir Eignalista TÁT 2016 - 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir formaður
 • Steinunn Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
 • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs