Íþrótta- og æskulýðsráð

98. fundur 13. febrúar 2018 kl. 08:15 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201702031Vakta málsnúmer

Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að breytingum miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

2.Leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri/ósiðlegri hegðun í íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 201712010Vakta málsnúmer

Rætt um leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri/ósiðlegri hegðun í íþróttamannvirkjum. Ráðið felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög og leggja fyrir næsta fund.

3.Reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201702032Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að vinnureglum vegna stigagjafar umsækjenda í afreks- og styrktarsjóð og leggja fyrir næsta fund. Einnig þarf að skoða aldursviðmið.

4.Verkferlar íþróttafélaga við kynferðislegu ofbeldi

Málsnúmer 201802032Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð og kanna hvort slíkir verkferlar séu til staðar og ef ekki að hvetja þau til að setja sér slíka verkferla. Staðan verði svo tekin á vorfundi ráðsins í maí.

5.Ósk um launalaust leyfi vegna náms

Málsnúmer 201605095Vakta málsnúmer

Telma Björg Þórarinsdóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi frá störfum við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar í eitt ár, eða frá 1.september 2018 til 1. september 2019 vegna náms við háskólabrú Keilis. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða.

6.Deiliskipulag íþróttasvæðis 2017

Málsnúmer 201708069Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að bæta þessum dagskrálið við áður auglýsta dagskrá.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að endurskoðuð verði staðsetning bílastæða og kastvallar á deiliskipulaginu. Kastvöllur verði færður nær æfingasvæði með það í huga að akstur fari ekki í gegnum íþróttasvæði en aðkoma bíla að íþróttamiðstöð verði tryggð frá suðurenda. Gera þarf ráð fyrir að loka á hringasktur við íþróttamiðstöð þannig að umferð fari ekki áfram í gegnum Svarfaðarbraut. Markmiðið með þessum breytingum er að auka aðgengi að íþróttamiðstöð og draga um leið úr umferð í Mímisvegi og Svarfaðarbraut.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi