Byggðaráð

777. fundur 19. maí 2016 kl. 13:00 - 15:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:05 vegna vanhæfis. Lilja Björk Ólafsdóttir, varamaður hans, sat fundinn í hans stað undir þessum lið. Varaformaður Kristján Guðmundsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:05 kjörnir fulltrúar í fræðsluráði; Lilja Björk Ólafsdóttir, formaður, Steinunn Jóhannsdóttir, varaformaður, Felix Rafn Felixson, Kristinn Ingi Valsson og Auður Helgadóttir.



Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum síma.



Á 203. fundi fræðsluráðs þann 13. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar af fulltrúum í starfshópnum. Skýrslan fylgdi fundarboði.

Skýrsla og kynning vinnuhópsins rædd og aðilar sammála um að halda áfram leik- og grunnskólastarfi við Árskógarskóla samkvæmt núverandi skipulagi enda sé það forsenda þess að efla og styrkja búsetu á Árskógsströnd. Fræðsluráð tekur undir tillögu vinnuhópsins um að við innritun barna í leik- og grunnskóla verði foreldrum kynntir allir þeir valkostir sem í boði eru í sveitarfélaginu. Það kallar á einfaldari og aðgengilegri framsetningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð leggur til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar verði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti. Fræðsluráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnnin störf."



Á 78. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 204. fundi fræðsluráðs var lagt til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar yrði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti. Skýrsla starfshóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi lögð fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka málið samhliða gerð starfs- og fjárhagsáætlunar í haust. "





Á 205. fundi fræðsluráðs þann 13. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessu máli aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.

Fræðsluráð tók aðra umræðu um málið og stendur við fyrri ákvörðun sína sem var tekin að vel athuguðu máli og vísar málinu áfram til byggðaráðs. Nauðsynlegt er að eyða allri óvissu um framtíð Árskógarskóla."



Til umræðu ofangreint.



Auður vék af fundi kl. 13:58.



Hlynur vék af fundi kl. 14:02.



Steinunn, Felix og Kristinn Ingi viku af fundi kl. 14:03.









a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skólastarf í Árskógarskóla verði áfram með sama skipulagi og verið hefur skólaárið 2016-2017.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að áfram verði leitað leiða til að efla starfsemina í Árskógarskóla/Árskógi.



Lilja Björk vék af fundi kl. 14:23.

2.Útboð vátrygginga 2016

Málsnúmer 201604054Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:24.



Á 772. fundi byggðaráðs þann 31. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi niðurstaða bókuð:

'Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að samningur við VÍS verði framlengdur í samræmi við ákvæði samningsins og hugað verði að útboði á næsta ári.'



Til umræðu ofangreint.



Í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir útboði á vátryggingum sveitarfélagsins.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafinn verði undirbúningur að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögur að vinnuhóp og hvert skuli leita með ráðgjöf."



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem aflað hefur verið um útboð vátrygginga sveitarfélaga sem og umfjöllun framkvæmastjórnar.



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði til ráðgjafa vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda verðfyrirspurn í samræmi við umræður á fundinum.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdastjórn verði vinnuhópur sveitarfélagsins í tengslum við útboðið og kalli þá til aðra starfsmenn ef þess þarf.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201605078Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Fjárhagsáætlun 2017-2020; tímarammi. Byrjun á undirbúningi fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201605098Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi drög að tímaramma vegna undirbúnings á vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020.



Einnig rætt um fjárhagsramma og fjárhagsáætlunarferlið.



Miðað við niðurstöður ársreiknings 2015 þá er lagt til að byggðaráð, fagráð, stjórnendur og starfsmenn nýti tímann frá maí - ágúst til að fara gaumgæfilega yfir starfsemi og rekstur sveitarfélagsins. Þannig verði þjónustustig sveitarfélagsins yfirfarið vs. fjölda íbúa og möguleikar á hagræðingu í rekstri kannaðir.



Ofangreint yrði þá til þess að í stað þess að fjárhagsrammar yrðu staðfestir af sveitarstjórn fyrir almenn sumarleyfi þá seinkar þeim verkþætti í ferlinu, áætlað í enda ágúst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir.

5.Frá samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga; Minningarreitur um Árna Steinar Jóhannsson.

Málsnúmer 201605071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 6. maí 2016, móttekið 10. maí 2016, þar sem fram kemur að tilgangur þessa bréfs er að kanna hug byggðaráðs til samstarfs og hugsanlegs styrks til að minnast Árna Steinars Jóhannssonar, landslagsarkitekts, sem lést 1. nóvember 215.



SAMGUS vill heiðra minningu frumkvöðulsins Árna Steinars í heimabæ hans. Hugmyndin er að gerður verði áningarstaður með bekk og gróðri umhverfis og þar verði einnig söguskilti um Árna Steinar. Hugmyndin hefur ekki verið útfærð eða staðsett en rætt hefur verið um umhverfi lækjarins við Karlsrauðatorg, við æskuheimili hans á Dalvík.



Byggðaráð tekur jákvætt í ofangreint erindi og vísar því til umhverfisráðs/umhverfis- og tæknisviðs til frekari skoðunar sem og til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Skeið - umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201605081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 11. maí 2016, þar sem fram kemur að Myriam Dalstein, kt. 191171-2179, Skeið, 621. Dalvík, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga á Gistihúsinu Skeið; flokkur III.



Fyrir liggur umsögn slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

7.Frá BHS ehf; Aðalfundarboð 2016

Málsnúmer 201605101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá BHS, móttekið þann 17. maí 2016, þar sem boðað er til aðalfundar BHS fimmtudaginn 26. maí 2016 kl. 20:00 á kaffistofunni að Fossbrún 2.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.

8.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Aðalfundarboð 2016

Málsnúmer 201605102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Menningarfélaginu Bergi ses, dagsett þann 17. maí 2016, þar sem stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. boðar til aðalfundar félagsins, fimmtudaginn 2. júní 2016, kl. 16:00 í menningarhúsinu Bergi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Valdemar Þór Viðarssyni að sækja fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 15:12.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs