Íþrótta- og æskulýðsráð

69. fundur 02. júní 2015 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Kristinn Ingi Valsson Formaður
 • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Langtímasamningur við UMSE

Málsnúmer 201504121Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Þorsteinn Marinósson framkvæmdarstjóri UMSE og Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE fundinn.Með fundarboði fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og UMSE ásamt ábendingum frá stjórn UMSE við drögin. Lagt er til að samningurinn verði til fjögurra ára eins og stefnt er á með íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð. Á fundinum voru breytingar gerðar á samningsdrögunum út frá ábendingum frá stjórn UMSE og hugmyndum sem komu fram á fundinum.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn, með breytinum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Skátatjaldið

Málsnúmer 201505165Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Friðjóni Árna Sigurvinssyni, fyrir hönd björgunarsveitarinnar á Dalvík, þar sem óskað er eftir því að björgunarsveitin fái til umráða stóra tjaldið og bekkina sem var í eigu skátanna. Skátarnir afhentu Dalvíkurbyggð, ásamt öðrum eignum, tjaldið þegar þeir hættu starfsemi á Dalvík.Íþrótta- og æskulýðsráð hefur verið í samningaviðræðum við UMSE og rætt um umsjón þeirra á tjaldinu en Björgunarsveitin mun geta fengið afnot af tjaldinu vegna starfsemi sinnar a.m.k. einu sinni á ári.

3.Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur

Málsnúmer 201410298Vakta málsnúmer

Á 63. og 65. fundi íþrótta- og æksulýðsráðs var erindi um akstur barna til félagsstarfa til umræðu.

í framhaldinu var málinu vísað til meðferðar hjá Stjórnsýslunefnd sveitarfélagsins en hún fundaði 13. maí 2015.

Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að leggja til við byggðaráð að hafnað verði því að bjóða upp á akstur, hvort sem það er til reynslu eða framtíðar.

Aðalrökin sem komu fram að með því væri sett fordæmi fyrir því að sveitarfélagið kosti akstur í aðra tómstunda- og íþróttaiðkun ungmenna.

Lagt er til að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta þessu við hvatagreiðslur í ÆskuRækt þannig að hægt verði að sækja um niðurgreiðslu á móti kostnaði foreldra vegna aksturs í félagsmiðstöð.Byggðaráð vísaði málinu til úrvinnslu hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem ræddi ýmsar úrfærslur og álitamál við ráðið.Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.4.Samningar við íþróttafélög 2016-2018

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að samningum við íþróttafélögin. Farið var yfir skiptingu á fjármagni miðað við skiptareglu sem tekur mið af iðkendafjölda og æfingartímabili félaganna.

Samþykkt að notast við skiptaregluna, en gera ráð fyrir sérstökum greiðslum vegna umsjónar og reksturs íþróttasvæða og annarra verkefna sem ekki geta komið til í slíkri reglu.

Jafnframt verður hluti samningsfjárhæðar nokkurskonar pottur, sem skiptist á milli þeirra félaga sem standa við þær kröfur sem samningur setur á félögin.Samhliða þessu var lagt fram erindi Skíðafélags Dalvíkur um viðhaldsþörf á skíðasvæðinu næstu árin. Í erindinu kemur m.a. fram að afar mikilvægt er að farið verði í að skipta um belti á snjótroðara og legu í kæliviftu strax í sumar, svo hann verði nothæfur í vetur þegar skíðavertíðin hefst. Áætlaður kostnaður við það er kr. 2.012.300.Í samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélagsins fyrir árin 2013-2015 er gert ráð fyrir kr. 2.000.000 í viðhald á árinu 2015 en sá liður var stjörnumerktur og var sett inn með fyrirvara um aukafjárveitingu en kom ekki til greiðslu.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 atkvæðum að óska eftir við byggðaráð að staðið verði við þá viðbótarfjárveitingu í viðhald, sem áætluð var í samningnum, að upphæð kr. 2.000.000. Jafnframt var frekari óskum um viðhald vísað til samningagerðar við félagið. Íris Hauksdóttir greiðir atkvæði gegn beiðninni.5.Heilsueflandi Samfélag - verkáætlun 2014-15

Málsnúmer 201412056Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi til kynningar fundargerð starfshóps um heilsueflandi samfélag frá 13. maí 2015. Einnig kynnti íþrótta- og æskulýðsfulltrúi nýtt verkefni sem starfshópurinn kom af stað, en það kallast „Sumar heilsuefling í Dalvíkurbyggð“ og gengur út á að bjóða upp á valmöguleika á hreyfingu fjóra virka daga í viku fram að Fiskidegi án gjaldtöku. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að fyrsta daginn mættu 30 manns í skokk/göngu- og styrktarhópinn.Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar framtakinu og hvetur hópinn til áframhaldandi góðra verka.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2016

Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer

Undirbúningur við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er hafinn.Rætt var um verkefni og áhersluþætti við starfs- og fjárhagsáætlanagerð næsta árs.

7.Ársskýrslur félaga 2014

Málsnúmer 201502231Vakta málsnúmer

Frestað.
Andrea Ragúels þakkar starfsmönnum og fulltrúum í ráðinu kærlega fyrir samstarfið en þetta er hennar síðasti fundur.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
 • Kristinn Ingi Valsson Formaður
 • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi