Menningarráð

44. fundur 05. júní 2014 kl. 12:00 - 14:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201405020Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Atla, dagsett 28. apríl 2014, þar sem óskað er eftir styrk til endurbóta á Samkomuhúsnæðinu Höfða í Svarfaðardal.

Menningarráð lítur málið jákvæðum augum og vísar því til skoðunar hjá byggðaráði við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

2.Styrkbeiðni og beiðni um sýningarhald

Málsnúmer 201405150Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir styrkbeiðni, dagsett 19. maí 2014, vegna sýningar Leikhópsins Lottu á Hróa Hetti.

Menningarráð samþykkir að greiða félaginu umbeðinn styrk að upphæð 15.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9145.

3.17. júní 2014

Málsnúmer 201406014Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundinn.

Farið var yfir drög að dagskrá vegna 17. júní hátíðarhalda en starfshópur með upplýsingafulltrúa, forstöðumanni Víkurrastar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ber veg og vanda að hátíðarhöldunum. Fram komu hugmyndir fyrir næsta ár.

Menningarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

4.Tónlistarhátíðin Bergmál

Málsnúmer 201404111Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir styrkbeiðni frá Menningarfélaginu Bergi vegna Tónlistarhátíðarinnar Bergmáls.

Menningarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9145
Þessi fundur er síðasti fundur þessa kjörtímabils. Formaður þakkaði farsælt og gott samstarf og tóku aðrir undir það.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs