Byggðaráð

700. fundur 05. júní 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Útskýringar vegna snjómoksturs, sbr. stöðumat janúar - mars 2014.

Málsnúmer 201405188Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, á fund byggðarráðs kl. 8:15.

Við yfirferð á stöðumati janúar - mars 2014 óskaði byggðarráð eftir greinargerð frá sviðsstjóra afhverju kostnaður vegna snjómoksturs er orðinn nú kr. 12.687.478 það sem af er ársins en heimild samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 14.454.000. Því er eftir kr. 1.766.522 í snjómokstur og hálkueyðingu alls það sem eftir lifir árs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra, dagsett þann 26. maí 2014. Fram kom meðal annars að hluti af skýringum eru nýir samingar um snjómokstur og hálkueyðingu við verktakana í sveitarfélaginu sem og að mokstur í Svarfaðardal og Skíðadal er 133% hærri á tímabilinu 2014 miðað við sama tímabil árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Erfðafestulóðir/lönd og nýir samningar.

Málsnúmer 201406020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 3. júní 2014, þar sem fram kemur að eins og mönnum er kunnugt um þá hefur staðið yfir vinna við kortlagningu á erfðafestulöndum á Árskógsströnd. Rætt hefur verið við alla erfðafestuhafa og næsta skref er mæling lóðanna og í framhaldi af því gerð nýrra lóðarleigusamninga fyrir þessar lóðir. Um er að ræða 10 lóðir og gera má ráð fyrir kostnaði um kr. 60.000 á hverja lóð. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 600.000 vegna þessa þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2014.

Börkur Þór vék af fundi kl. 08:54
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á beiðni um viðauka.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201311134Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405190Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405161Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Erindisbréf fyrir UT-teymi; tillaga.

Málsnúmer 201406017Vakta málsnúmer

Með fundarboðið fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir UT-teymi sveitarfélagsins sem hefur verið starfandi frá árinu 2010.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir með 1 breytingu sem gerð var á fundinum.

7.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Starfsmannamál í íþróttamiðstöð 2014.

Málsnúmer 201405172Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 21. maí 2014, þar sem upplýst er um veikindalaun og kostnað vegna afleysinga sem mun falla til í sumar. Ekki er verið að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að svo stöddu heldur að upplýsa um stöðuna. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að skoðað verði í haust eftir að afleysingu sumarsins er lokið hvort bregðast þurfi við eða hvort það sé svigrúm í núverandi áætlun fyrir auknum kostnaði vegna þessa.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá innanríkisráðuneytinu; Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; staðfesting.

Málsnúmer 201403021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytingu, bréf dagsett þann 27. maí 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest meðfylgjandi samþykkt um breytingu um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013. Samþykktin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá stjórn Dalbæjar; Viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík.

Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer

Á 699. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 679. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. október 2013 var samþykkt að gera ráð fyrir þátttöku Dalvíkurbyggðar sem nemur kr. 40.000.000 í viðhaldsframkvæmdir Dalbæjar. Tekið verði óverðtryggt lán á árinu 2014 til 10 ára vegna þessa og styrkur til Dalbæjar á móti afborgun færður sem styrkur á málaflokk 02 næstu 10 árin. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins er 54,7 m.kr.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 16. maí 2014, þar sem fram kemur að fyrir liggur tilboð í þakviðgerðir á Dalbæ og innt er eftir stöðu mála hvað varðar aðkomu og fjármögnun Dalvíkurbyggðar á þessum framkvæmdum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu til að fallið verði frá því að Dalvíkurbyggð taki lán að upphæð 40 m.kr., þar sem veltufjárstaðan er hagstæð, en að Dalvíkurbyggð taki upphæðina af eigið fé sveitarfélagsins. Útbúið verði innra skuldabréf fyrir þeirri upphæð sem tilboð í þakviðgerðir Dalbæjar hljóðar upp á, eða um 32 m.kr., þannig að styrkurinn verði á sömu forsendum og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði frá samkomulagi við stjórn Dalbæjar samkvæmt ofangreindu.

10.Frá Tækifæri hf.; Skráning hlutabréfa í Tækifæri.

Málsnúmer 201405193Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 26. maí 2014, þar sem fram kemur að Tækifæri hf. vinnur nú að uppfærslu og afstemmingu hlutaskrár sinnar. Hefur félagið gefið út innköllun sem birt er í Lögbirtingablaðinu þar sem öll hlutabréf félagsins eru innkölluð í þeim tilgangi að ógilda þau og gefa út til hluthafa ný hlutabréf í þeirra stað. Hafi hluthafi athugasemdir við ofangreindar aðgerðir, þ.e. innköllun, ógildingu og endurútgáfu hlutabréfa eða önnur þau atriði sem skipta máli í vinnu félagsins við afstemmingu og uppfærslu hlutaskrár félagsins er skorað á viðkomandi hluthafa að lýsa þeirri skoðun skriflega við félagið innan tveggja mánaða frá dagsetningu þessa bréfs.

Hjálagt er hlutafjáreign Dalvikurbyggðar í Tækifæri hf samkvæmt hluthafaskrá dagsettri þann 20. maí 2014, kr. 6.897.040 eða 0,90%.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemdir við ofangreint.

11.Frá sveitarstjóra; Laun kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar; endurskoðun

Málsnúmer 201406021Vakta málsnúmer

Á grundvelli könnunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá apríl 2014 þá lagði sveitarstjóri fram eftirfarandi tillögu á fundinum hvað varðar breytingar á kjörum kjörinna fulltrúa, tekið er mið af kjörum kjörinna fulltrúa í sveitarfélögum af sambærilegri stærð og Dalvíkurbyggð:


Var:
Verður:
Föst laun forseta sveitarstjórnar per mán
71.455
90.000
Föst laun sveitarstjórnarfulltrúa per mán
35.727
50.000
Föst laun formanns byggðarráðs per mán
71.455
90.000
Föst laun byggðarráðsmanna per mán
35.727
50.000
Varamenn í sveitarstjórn/byggðarráði per fund
11.909
15.000
Formenn ráða og nefnda per fund
23.818
30.000
Ráðs- og nefndarmenn per fund
11.909
15.000
Þessar breytingar eiga almennt við reglur um kjör og þóknanir kjörinna fulltrúa eftir því sem við á.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 816. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 816. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs