Umhverfisráð

269. fundur 25. september 2015 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Kristín Dögg Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti til fundar Marinó Þorsteinsson

1.Heimsókn í hausaþurrkun Samherja Dalvík.

Málsnúmer 201509144Vakta málsnúmer

Heimsókn í hausaþurrkun Samherja Dalvík .
Forsvarmenn fyrirtækisins fóru yfir þurrkunarferlið og ráðinu voru kynntar þær fyriráætlanir fyrirtækisins um mengunarvarnarbúnað sem stefnt er á að settur verði upp fyrri hluta árs 2016.

Umhverfisráð þakkar Samherja fyrir góðar móttökur og fagnar áformum fyrirtækisins í loftmengunarvörnum.

2.Brunavarnaráætlun 2015

Málsnúmer 201509125Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu lokaútgáfa af Brunavarnaráætlun Dalvíkurbyggðar 2015.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Móttaka sorps á gámasvæði

Málsnúmer 201402132Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri leggur fram tillögur að breytingum á gámasvæði og gámavelli austan svæðisins.
Ráðið felur sviðsstjóra að útfæra hugmyndina betur og einnig að fá álit Friðlandsnefndarinnar þar sem umrætt svæði er að hluta innan Friðlandsins.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs