Byggðaráð

685. fundur 12. desember 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks.

Málsnúmer 201312053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi, rafpóstur dagsettur þann 9. desember 2013, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er varðar stofnun á nýjum byggðasamlegi um málefni fatlaðs fólks.

Fram kemur að í samræmi við aukaþing SSNV sem haldið var 5. desember s.l. og fund undirbúningsstjórnar sendir framkvæmdastjóri SSNV tillögu að bókun sem sveitarstjórnir geta tekið fyrir í því skyni að gerast aðilar að nýju byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks. Það er eindregin ósk til allra sveitarfélaga sem ætla að gerast aðilar að byggðasamlaginu að bókun verði afgreidd af sveitarstjórnum nú í desember.

Meðfylgjandi eru drög að samþykktum fyrir byggðasamlagið og hugleiðingar um fulltrúafjölda.

Tillaga að bókun:
,,Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á grundvelli 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Aðilar að byggðasamlaginu eru: Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd. Miðað er við að stofnfundur byggðasamlagsins verði haldinn fyrir lok janúar 2014. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til þess að sækja stofnfundinn og staðfesta aðild sveitarfélagsins með undirritun samþykkta sem eru stofnskjal byggðasamlagsins, skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Umboðið nær einnig til áritunar stofnefnahags, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á því skjali."


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá Tækifæri hf.; Hlutabréf í Tækifæri hf.

Málsnúmer 201312024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 3. desember 2013, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta fjögurra hluthafa í hluthafahópi Tækifæris hf. og nemur greiðslufjárhæð fyrir eignarhlutina 49,5% af nafnviðri þeirra. Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn að hlutabréfum Íslandsbanka hf., Arion banka hf., LBI hf og Glitnis hf. í hlutfalli við hlutafjáreign í félaginu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsréttinn.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Tækifæri hf. um vilja byggðarráðs um sölu á eignarhlut sínum í  Tækifæri hf.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201312045Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá 51. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Útboð á rekstri tjaldsvæðis.

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Á 51. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir framkvæmdir á tjaldsvæðinu og hugmyndir sveitarstjórnar um útboð.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir rökum byggðaráðs vegna þessa en ráðið telur ekki tímabært að bjóða rekstur út og leggur því til að ákvörðun um slíkt verði frestað um 2 ár nema að ný rök komi fram.

Byggðarráð bendir á að bókun byggðarráðs, mál 201302067, þann 7. nóvember 2013 var:  Jafnframt samþykkir byggðarráð með 3 atkvæðum að hugað verði að því að útvista rekstri á tjaldsvæðinu á Dalvík.

Byggðarráð telur eðlilegt að málið verði áfram skoðað.

5.Fjárhagsáætlun 2013; beiðnir um viðauka.

Málsnúmer 201312009Vakta málsnúmer

Á 684. fundi byggðarráðs þann 5. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 681. fundi byggðarráðs þann 7. nóvember s.l. var kynnt stöðumat stjórnenda hvað varðar starfs- og fjárhgsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013 fyrir janúar - september.

Byggðarráð samþykkti að beiðnir um viðauka skv. stöðumati stjórnenda verði skoðaðar í heild sinni síðar á árinu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu erindi frá sviðsstjórum er varðar beiðnir um viðauka við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti ofangreindar beiðnir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka. Á næsta fundi byggðarráðs verður lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan 2013 með viðaukum.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að viðaukum við fjárhagsáætlun 2013 í fjárhagsáætlunarlíkani.
Um er að ræða viðauka sem hafa verið til umfjöllunar og afgreiðslu á fundum byggðarráðs, bæði í sérstökum erindum og í greinargerðum stjórnenda í stöðumötum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi varðandi ofangreint:
  • Að farið verði yfir beiðnir um viðauka í samræmi við umræður á fundinum, sérstaklega hvað varðar veitu- og hafnasviðs.
  • Að verðbólga verði 3,7% í stað 4,1% í áætlunarlíkani.
  • Að Dalvíkurskóli  fá heimild til þess að nota vænt aukaframlag frá Jöfnunarsjóði vegna skólaaksturs á móti beiðni um viðauka vegna veikindalauna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitastjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun 2013 að nýju í samræmi við ofangreint sem fari til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar 17. desember n.k.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ályktanir sveitarsjórnavettvangs EFTA.

Málsnúmer 201312049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur þann 9. desember 2013, þar sem kynntar eru ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópska reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
Lagt fram.

7.Kynning á starfsemi Bergmanna ehf; Jökull Bergmann kemur í heimsókn.

Málsnúmer 201312066Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Jökull Bergmannm, kl. 9:30, sem kynnti starfssemi Bergmanna efh.

Jökull vék af fundi kl. 10:17.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs