Byggðaráð

680. fundur 24. október 2013 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; fjárhagsáætlunarlíkan.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður, sat einnig fundinn undir þessum lið.Formaður bar undir fundinn hvort gerð sé athugasemd um að bæði aðalmaður og varamaður sitji fundinn undir þessum lið. Engar athugasemdir voru gerðar.

Á fundinum lagði sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fram fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 í fjárhagsáætlunarlíkani, sem innheldur samandregið tillögur stjórnenda, fagráða og byggðarráðs.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fóru yfir helstu niðurstöður.

Valdís vék af fundi kl. 9:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2014 -2017; Álagning fasteignagjalda 2014; tillaga.

Málsnúmer 201309008Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2014.

Afgreiðslu frestað.Byggðarráð samþykkir  samhljóða með 3 atkvæðum að tillagan verði skoðuð nánar og óskar eftir útskýringum á hækkunum umfram vísitölu þar sem það á við.

3.Stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum

Málsnúmer 201304018Vakta málsnúmer

Kristján E. Hjartarson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Á 660. fundi byggðarráðs þann 11. apríl s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB-blaðið.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB blaðið.
Byggðarráð samþykktir með 2 atkvæðum drög að auglýsingasamningum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201309045Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá Ungmennafélaginu Atla; Umsókn um lækkun fasteignagjalda.

Málsnúmer 201310065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Atla, rafpóstur dagsettur þann 14. október 2013, þar sem sótt er um lækkun fasteignagjalda vegna samkomuhússins Höfða í Svarfaðardal.
Byggðarráð hafnar erindinu en bendir á að Dalvíkurbyggð hefur síðast liðin ár auglýst eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. reglum sveitarfélagsins þar um en sækja þarf um fyrir 1. júní ár hvert, á sérstöku umsóknareyðublaði.  Einnig þarf að fylgja með umsókn ársreikingur sl. rekstrarárs, lög félags og greinargerð um starfsemina.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Nýsköpunarverðlaun 2013; tilnefningar Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201306002Vakta málsnúmer

Á 665. fundi byggðaráðs þann 6. júní s.l. var samþykkt að vísa til framkvæmdastjórnar til skoðunar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í þriðja skiptið 29. janúar 2014.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu tillögur um að tilnefna 2 verkefni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framkomnar tillögur.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sveitarstjóri