Hafnarbraut 7, 230-5327. Álagning fasteignagjalda

Málsnúmer 201203085

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 225. fundur - 04.04.2012

Í bréfi, sem dagsett er 15. mars 2012 óskar, Guðlaug Kristinsdóttir f.h. GBess, niðurfellingu á vatns- og fráveitugjaldi sem lagt hefur verið á húseignina. Auk þess er bent á að um geymsluhúsnæði er að ræða en ekki iðnaðarhúsnæði.
Með vísan til laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 6. gr. en þar stendur "Heimilt er að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatns geta notið og má gjaldið nema allt að 0,5 hundraðshlutum af fasteignagjaldi". Einnig kemur fram í lögum um fráveitur nr. 9/2009 14. gr. "Heimilt er að innheimta fráveitugjald af öllum fasteignum sem tengdar eru eða munu tengjast fráveitu sveitarfélags."

Allt húsnæði sem ekki er notað til íbúðar, eða er staðsett á lögbýlum eða er stofnun sveitarfélags eða ríkis er flokkað í skattflokk C.

Að framansögðu er ekki hægt að verða við erindinu.