Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72, frá 14.02.2018

Málsnúmer 1802005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
3. liður.
6. liður.
 • Fyrir fundinum lá fundargerð frá 400. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 22. janúar sl.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Vinna við niðurrekstur á stálþili er hafin og gengur eins og búast mátti við. Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. verkfundar sem haldinn var 20.12.2017 og var undirrituð og staðfest á 2. verkfundi sem haldinn var 9.02.2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Lögð fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • .3 201801046 Starfsmannamál.
  Á fundinum er lögð fram starfslýsing fyrir
  "Hafnavörður/hafnsögumaður II". Þar er gert ráð fyrir að núverandi starfsmaður Hafnasjóðs, Rúnar Þór Ingvarsson,hafnavörður, verði færður til í starfi samkvæmt framangreindir starfslýsingu. Í framhaldi verði starf hafnavarðar auglýst laust til umsóknar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra að starfslýsingu og breyttu starfsskipulagi. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Hólmfríður Guðrún Skúladóttir óskar bókað að hún teldi réttara að starfið hefði verið auglýst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Erindi frá atvinnu- og kynningarmálaráði:
  "Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

  Til umræðu ofangreint.

  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

  Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

  Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

  Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu."

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að upplýsingafulltrúi mæti á fund ráðsins og kynni fyrir því stöðu við vinnu við auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum tillögur að staðsetningu á hreinsimannvirkjum fráveitu á Hauganesi og á Árskógssandi. Um er að ræða nokkrar staðsetningar sem þarf að taka afstöðu til. Allar gera ráð fyrir að dæla þurfi að mannvirkjunum en að sjálfrennsli sé frá þeim til viðtaka. Einnig þarf að sækja um lóðir til umhverfisráðs á Hauganesi og á Árskógssandi.
  Hönnun er ekki að fullu lokið en stefnt er að útboði í lok næsta mánaðar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð er sammála því að áfram verði unnið að hönnun verksins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lgt fram til kynningar.
 • Breyting hefur verið gerð á þeim reglum sem farið er eftir vegna eingreiðslu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum. Með rafpósti sem barst 23.01.2018 kemur eftirfarandi fram
  „Hitaveitur sem hafa verið í framkvæmdum á síðasta ári og áforma framkvæmdir á rafhituðum svæðum á þessu og næsta ári geta sótt um svokallaða eingreiðslu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum.
  Í III. kafla laga, nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar segir í 12. gr. : [Styrkur til hverrar hitaveitu getur numið allt að [tólf ára] áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða [eldsneyti] til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan.
  Síðar í sömu grein segir: Þrátt fyrir 1. mgr. getur styrkur til hitaveitu numið allt að 16 ára áætluðum niðurgreiðslum skv. 1. mgr. ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
  1. Viðkomandi hitaveita er í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.
  2. Viðkomandi hitaveita hefur ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags og skal sýna fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum með rekstraráætlun til 16 ára.
  3. Viðkomandi hitaveita hefur fengið einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, og uppfyllir því skilyrði 2. mgr. 32. gr. þeirra laga um að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
  4. Tryggt er að styrkurinn sé einungis til þess fallinn að eigandi (eigendur) hitaveitunnar fái lágmarksarð af fjárfestingunni.] 7)
  Þær hitaveitur sem telja sig eiga rétt á 16 ára eingreiðslu vegna framkvæmda nýliðins árs og væntanlegra framkvæmda á árinu 2018 ? 2019 þurfa því að leggja fyrir Orkustofnun gögn þar að lútandi sem uppfylla ofangreind skilyrði. Gögnin þurfa að berast Orkustofnun merkt undirrituðum eigi síðar en 15. febrúar 2018.“

  Vegna umsóknar sem send var inn á árinu 2016 hefur ekkert framlag verið greitt vegna framkvæmda ársins 2016.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 72 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að senda inn/staðfesta umsókn sem tekur til 16 ára niðurgreiðslna. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.