Umhverfisráð

256. fundur 03. október 2014 kl. 09:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015; Strandblakvöllur

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Til umræðu staðsettning fyrir strandblak
Umhverfisráð fagnar erindinu.
Ýmsar staðsetningar ræddar á fundinum og í framhaldi af því ákveðið að fá fulltrúa frá Rimum á næsta fund ráðsins til að ræða þær frekar.

2.Þjónusta við þjóðvegi í þéttbýli

Málsnúmer 201409120Vakta málsnúmer

Til kynningar
Umhverfisráð fagnar erindinu og felur sviðsstjóra að fá nánari upplýsingar hjá fulltrúa Vegagerðarinnar varðandi vetrarþjónustu á Árskógsströnd og Hauganesi.

3.Trjágróður á lóðarmörkum

Málsnúmer 201409144Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Símoni Páli Steinssyni dags. 23. september 2014 þar sem óskað er eftir áliti umhverfisráðs á trjágróðri við lóðarmörk.
Umhverfisráð þakkar Símoni Páli innsent erindi. Ráðið getur ekki tekið afstöðu til þessa máls sérstaklega, þar sem ekki eru í gildi sérstakar reglur í Dalvíkurbyggð varðandi trjágróður á lóðarmörkum.
Í lögum um mannvirki 112/2012, grein 7.2.2 er fjallað um tré og runna á lóðum.

4.Breytingar á þaki á Ránarbraut 2

Málsnúmer 201409146Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dag. 18. september. 2014 óskar Anton Örn Brynjarsson ( AVH) fyrir hönd eiganda Ránarbrautar 2, Dalvík eftir leyfi til endurbóta á þaki samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og veitir umbeðið leyfi.

5.Umferðaöryggisáætlun á Dalvík

Málsnúmer 1207003Vakta málsnúmer

Á fundinn mæta fulltrúar frá Vegagerðinni til að kynna umferðaröryggisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð
Þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar gátu ekki mætt til fundar er þessum lið frestað til næsta fundar.

6.Við stólum á þig

Málsnúmer 201409142Vakta málsnúmer

Til kynningar
Umhverfisráði líst vel á hugmyndina.

7.Aðalfundur Flokkunar 2014

Málsnúmer 201409138Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér fundarboðið.

8.Ósk um þátttöku í kostnaði við lagfæringar á vegi

Málsnúmer 201409078Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 7. september 2014 óskar Sigurður Marinósson eftir þátttöku sveitarfélagsins vegna lagfæringa á vegi í landi Laugahlíðar.
Ráðið óskar eftir kostnaðartölum vegna framkvæmdanna og felur sviðsstjóra í framhaldi af því að kanna þátttöku sveitarfélagsins.

9.Samþykkt um afgreiðslu umhverfisráðs

Málsnúmer 201409186Vakta málsnúmer

Drög að samþykkt um afgreiðslu umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við samþykktina.

10.Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 201406149Vakta málsnúmer

Með bréfi dags 28. ágúst 2014 óska eigendur Vegamóta eftir nánari skýringum á afgreiðslu umhverfisráðs vegna umsóknar um stækkun lóðar Vegamóta.
Umhverfisráð ítrekar að lóðaruppdráttur frá 28. febrúar 2011 sem fylgdi með umsókn 2011030009 var samþykktur á 205. fundi umhverfisráðs og þar með stækkun lóðar að Skíðabraut 18 til austurs.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum við viðkomandi lóðarhafa.

11.Tillaga að úthlutunarreglum byggingarlóða í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201410007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að úthlutunarreglum byggingalóða í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við samþykktina og vísar samþykktinni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs