Endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201508066

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 98. fundur - 27.08.2015

Til umræðu endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð.

Á fundin mætir Alfred Schiöth frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar.
Ráðið þakkar Alfred góðar ábendingar og felur formanni og sviðsstjóra að framfylgja málinu samkvæmt umræðum á fundinum.

Einnig er sviðsstjóra falið, að gefnu tilefni, að senda út áskorun til eigenda óskráðra hunda í Dalvíkurbyggð um skráningarskyldu þeirra.
Alfred Schiöth vék af fundi kl. 09:37

Landbúnaðarráð - 123. fundur - 13.12.2018

Til umræðu endurskoðun á samþykkt um hundahald í Dalvíkurbyggð frá 2013
Ráðið felur sviðsstjóra að útbúa drög að breytingum á samþykktinni fyrir næsta fund ráðsins. Ráðið leggur áherslu á að húsnæði sem ekki tilheyrir búrekstri og er til útleigu falli undir sömu kvaðir og húsnæði í þéttbýli, þar sem fram kemur í gr. 2 að hámarksfjöldi hunda eru tveir. Sama á við um íbúðahúsalóðir í dreifbýli.