Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 201709065

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 113. fundur - 14.09.2017

Undir þessu lið kom á fund landbúnaðarráðs Guðröður Ágússon kl. 10:15
Með innsendu erindi dags. 4. september 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjarleyfi fyrir 30-35 hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Guðröður vék af fundi kl. 10:35
Freyr Antonsson koma inn á fundin kl. 10:40

Landbúnaðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um búfjárleyfi þar sem umsækjandi uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá 2013.

Landbúnaðarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og umhverfisráð að fyrirhuguð staðsetning á hesthúsbyggingu og leigusamningar um land til beitar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Ráðið telur að það land sem þegar hefur verið leigt henti ekki til beitar og hefði ekki komið til úthlutunar ef leitað hefði verið álits landbúnaðarráðs.



Landbúnaðarráð - 123. fundur - 13.12.2018

Með innsendu erindi dags. 26. nóvember 2018 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir búfjárleyfi fyrir 12. hross samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá búfjárleyfi fyrir 12 hross.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.