Vegna umsóknar um búfjárleyfi

Málsnúmer 201711053

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 114. fundur - 16.11.2017

Til umræðu innsent erindi dags. 3. nóvember 2017 frá Prima lögmönnum fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur vegna umsóknar um búfjárleyfi að Árskógi 1, 621 Dalvíkurbyggð.
Á 113. fundi landbúnaðarráðs þann 14. september síðastliðinn var eftirfarandi bókað
"Landbúnaðarráð sér sér ekki fært að verða við umsókn um búfjárleyfi þar sem umsækjandi uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru í samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð frá 2013.

Landbúnaðarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og umhverfisráð að fyrirhuguð staðsetning á hesthúsbyggingu og leigusamningar um land til beitar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Ráðið telur að það land sem þegar hefur verið leigt henti ekki til beitar og hefði ekki komið til úthlutunar ef leitað hefði verið álits landbúnaðarráðs."

Ráðið getur ekki séð að forsendur til veitingar búfjárleyfis hafi breyst og engin gögn borist ráðinu vegna þessa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.