Landbúnaðarráð

97. fundur 11. júní 2015 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Erna Rúdólfsdóttir boðaði forföll og Þorleifur Albert Reimarsson kom í hennar stað.

1.Ósk um endurskoðun á lausagöngu katta

Málsnúmer 201504071Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 15. apríl 2015 óskar Friðrik Þorbergsson eftir endurskoðun á samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð þakkar ábendingarnar og felur sviðsstjóra að semja bréf til allar kattaeiganda þar sem áréttaðar eru gildandi reglur. Einnig leggur ráðið til að reglurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins.

2.Fjallgirðingar 2015

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Til umræðu lögfræði- og sérfræðiálit vegna fjallgirðinga ofl.
Eftir ýtarlegar umræður á fundinum leggur landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar til við sveitarstjórn að stuðst verði við tillögu 1 í áliti lögfræðings Pacta frá 24. apríl 2015.

3.Göngur 2015

Málsnúmer 201503198Vakta málsnúmer

Til umræðu séfræðiálit vegna óskar um breytingar á gangnadögum haustið 2015.
Á 268. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað.

11.3 201503198 - Göngur 2015

Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að þessum lið sé vísað til baka til landbúnaðarráðs og leitað verði leiða til að ná meiri sátt um þetta mál."

Kristján E. Hjartarson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna.Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 29. og 30. ágúst 2015, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías sjái til þess að minnst þrjú dagsverk verði lögð til á Ytra-Holtsdal samhliða fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þann 11. september 2015. Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 18.-20. september 2015"Þar sem ráðið telur að með fyrirliggjandi álitsgerð Ólafs Dýrmundssonar frá 23. maí 2015 staðfesti ákvörðun ráðsins frá 96. fundi þann 9. apríl 2015 og stendur hún því óbreytt.

Samþykkt með öllu greiddum atkvæðum.

4.Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér tímaramman.

5.Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016

Málsnúmer 201505148Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið fagnar hækkun á styrk til refaveiða frá Umhverfisstofnun og felur jafnframt sviðsstjóra að kanna grundvöll samstarfs við nágrannasveitarfélög.

6.Leiga á beitar og slægju

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Til umræðu leiga á beitarlandi við Árgerði.
Ráðið felur sviðsstjóra að ganga frá formlegum samningum samkvæmt umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Freyr Antonsson Varaformaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs