Göngur 2015

Málsnúmer 201503198

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 96. fundur - 09.04.2015

Með bréfi dags. 24. mars 2015 óskar Zophonías Jónmundsson eftir leyfi til að ganga fyrstu göngur síðustu helgina í ágúst (29-30 ágúst 2015).
Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 29. og 30. ágúst 2015, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías sjái til þess að minnst þrjú dagsverk verði lögð til á Ytra-Holtsdal samhliða fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þann 11. september 2015. Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 18.-20. september 2015.

Landbúnaðarráð - 97. fundur - 11.06.2015

Til umræðu séfræðiálit vegna óskar um breytingar á gangnadögum haustið 2015.
Á 268. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað.

11.3 201503198 - Göngur 2015

Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að þessum lið sé vísað til baka til landbúnaðarráðs og leitað verði leiða til að ná meiri sátt um þetta mál."

Kristján E. Hjartarson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna.



Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 29. og 30. ágúst 2015, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þá beiðni með þeim skilyrðum að Zophonías sjái til þess að minnst þrjú dagsverk verði lögð til á Ytra-Holtsdal samhliða fyrstu göngum á Syðra-Holtsdal þann 11. september 2015. Tekið skal fram að seinni göngur eru á sama tíma á öllum gangnsvæðum helgina 18.-20. september 2015"



Þar sem ráðið telur að með fyrirliggjandi álitsgerð Ólafs Dýrmundssonar frá 23. maí 2015 staðfesti ákvörðun ráðsins frá 96. fundi þann 9. apríl 2015 og stendur hún því óbreytt.

Samþykkt með öllu greiddum atkvæðum.