Landbúnaðarráð

100. fundur 12. nóvember 2015 kl. 08:15 - 09:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir fjallskiladeilda 2015

Málsnúmer 201509159Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurbyggðar 2015.
Landbúnaðarráð hefur kynnt sér fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar og ákveður að boða alla fjallskilastjóra til fundar ráðsins þegar fundargerðir allra fjallskiladeilda liggja fyrir.

2.Umsókn um leyfi til búfjárhalds - hænur

Málsnúmer 201510024Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 07. október 2015 óskar Benedikt Snær Magnússon eftir búfjárleyfi fyrir fimm hænum til viðbótar við þær fimm sem hann hefur þegar leyfi fyrir.
Landbúnaðarráð hafnar beiðni um fimm hænur til viðbótar þeim sem umsækjandi hefur þegar leyfi fyrir og bendir á að hámarksfjöldi miðast við fimm hænur á hverja lóð í þéttbýli.

3.Umsókn um búfjárleyfi vegna hænsnahalds

Málsnúmer 201511065Vakta málsnúmer

Með rafpósti dag. 6. nóvember 2015 óskar Arnheiður Hallgrímsdóttir eftir búfjárleyfi fyrir hænsnahald.
Landbúnaðarráð samþykkir umsókn, og bendir á að hámarksfjöldi miðast við fimm hænur. Ráðið bendir á að hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli. Aðbúnaður þarf að uppfylla lög og reglur um aðbúnað dýra og skal haft samráð við byggingarfulltrúa.
Ingvar Kristinsson koma inn á fund ráðsins kl. 09:35

4.Skil á skýrslum vegna refa- og minkaveiðta 2014/2015

Málsnúmer 201509096Vakta málsnúmer

Refa og minkaveiðar 2014-2015.
Lögð fram til kynningar skýrsla sveitarfélagsins til Umhverfisstofnunar 2015. Ráðið leggur til að boða grenjaskyttur á næsta fund ráðsins.
Ingvar Kristinsson vék af fund kl. 09:40

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson Formaður
 • Freyr Antonsson Varaformaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
 • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs