Umsókn um búfjárleyfi vegna hænsnahalds

Málsnúmer 201511065

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 100. fundur - 12.11.2015

Með rafpósti dag. 6. nóvember 2015 óskar Arnheiður Hallgrímsdóttir eftir búfjárleyfi fyrir hænsnahald.
Landbúnaðarráð samþykkir umsókn, og bendir á að hámarksfjöldi miðast við fimm hænur. Ráðið bendir á að hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli. Aðbúnaður þarf að uppfylla lög og reglur um aðbúnað dýra og skal haft samráð við byggingarfulltrúa.