Viðhald og endurbætur á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201909102

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 129. fundur - 26.09.2019

Til umræðu endurbætur og viðhald fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að sækja um styrki til ráðuneyta í janúar 2020 til niðurrifs og förgunar á gömlum og ónýtum girðingum í sveitarfélaginu.
Ráðið leggur jafnframt til að gert sé ráð fyrir kr. 500.000,- til þessa verkefnis á lið 13210-4936 við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Landbúnaðarráð - 130. fundur - 14.11.2019

Til umræðu viðhald og endurbætur á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð.
Hildur Birna Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:00
Farið var yfir þær endurbætur sem gerðar voru síðasta sumar.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni ráðisins að taka saman upplýsingar og tillögur um endurbætur fyrir næsta ár samkvæmt fjárhagsáætlun.
Tillögur og samantekt síðan lögð fyrir ráðið á næsta fundi.

Landbúnaðarráð - 131. fundur - 13.02.2020

Til umræðu framkvæmdir við viðhald og endurbætur fjallgirðingar á Árskógsströnd sumarið 2020.
Farið var yfir stöðu mála vegna næsta áfanga viðhalds og endurbóta fjallgirðingar á Árskógsströnd.