Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Starfsmannamál í íþróttamiðstöð 2014.

Málsnúmer 201405172

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 700. fundur - 05.06.2014

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 21. maí 2014, þar sem upplýst er um veikindalaun og kostnað vegna afleysinga sem mun falla til í sumar. Ekki er verið að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að svo stöddu heldur að upplýsa um stöðuna. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að skoðað verði í haust eftir að afleysingu sumarsins er lokið hvort bregðast þurfi við eða hvort það sé svigrúm í núverandi áætlun fyrir auknum kostnaði vegna þessa.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 57. fundur - 10.06.2014

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 21. maí 2014, þar sem upplýst er um veikindalaun og kostnað vegna afleysinga sem mun falla til í sumar. Búið er að kynna þetta í Byggðaráði og var ekki óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun. Skoðað verður í haust eftir að afleysingu sumarsins er lokið hvort bregðast þurfi við eða hvort það sé svigrúm í núverandi áætlun fyrir auknum kostnaði vegna þessa.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 707. fundur - 11.09.2014

Á 700. fundi byggðarráðs þann 5. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 21. maí 2014, þar sem upplýst er um veikindalaun og kostnað vegna afleysinga sem mun falla til í sumar. Ekki er verið að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að svo stöddu heldur að upplýsa um stöðuna. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að skoðað verði í haust eftir að afleysingu sumarsins er lokið hvort bregðast þurfi við eða hvort það sé svigrúm í núverandi áætlun fyrir auknum kostnaði vegna þessa.

Lagt fram til kynningar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þá er búið að taka tillit til ofangreind í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna launa,, sbr. mál 201408051 hér á eftir.
Lagt fram til kynningar.