Styrkbeiðni vegna þáttöku í Fenris 2014

Málsnúmer 201405152

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 57. fundur - 10.06.2014

Dagur Atlason óskar eftir stuðning vegna þátttöku hans í leiklistarverkefninu Fenris 2014. Fenris er norrænt unglingaleikhús en fyrsta Fenris-verkefnið var sýnt árið 1985. Alls taka um 80 - 100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk Íslands koma þeir frá Færeyjum, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Sýning verður sett upp í júlí mánuði og farið verður í leikför um Norðurlöndin. Vinna við slíkt er mikil og krefst mikils og vandaðs undirbúnings. Þátttakendur frá Akureyri eiga þess kost að sækja um skapandi sumarstarf hjá Akureyrarbæ og fá laun á meðan þau eru í ferðinni. Er áætlað að ferðin taki 4 vikur. Óskar Dagur eftir samskonar stuðningi, eða ígildi launa á meðan að leiklistarferðin stendur yfir.

Íþrótta- og æskulýðsráð finnst verkefnið afar áhugavert en telur það ekki falla að reglum afreks- og styrktarsjóðs ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar því erindinu aftur til byggðaráðs með von um jákvæð viðbrögð.

Byggðaráð - 701. fundur - 26.06.2014

Á 57. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 10. júní 2014 var eftirfarandi bókað:
Dagur Atlason óskar eftir stuðning vegna þátttöku hans í leiklistarverkefninu Fenris 2014. Fenris er norrænt unglingaleikhús en fyrsta Fenris-verkefnið var sýnt árið 1985. Alls taka um 80 - 100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk Íslands koma þeir frá Færeyjum, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Sýning verður sett upp í júlí mánuði og farið verður í leikför um Norðurlöndin. Vinna við slíkt er mikil og krefst mikils og vandaðs undirbúnings. Þátttakendur frá Akureyri eiga þess kost að sækja um skapandi sumarstarf hjá Akureyrarbæ og fá laun á meðan þau eru í ferðinni. Er áætlað að ferðin taki 4 vikur. Óskar Dagur eftir samskonar stuðningi, eða ígildi launa á meðan að leiklistarferðin stendur yfir.

Íþrótta- og æskulýðsráð finnst verkefnið afar áhugavert en telur það ekki falla að reglum afreks- og styrktarsjóðs ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar því erindinu aftur til byggðaráðs með von um jákvæð viðbrögð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Menningarráðs.

Menningarráð - 45. fundur - 03.07.2014

Með fundarboði fylgdi bréf frá Degi Atlasyni, dagsett 20. maí 2014 , en áður hafði erindinu verið vísað úr byggðaráði til íþrótta- og æskulýðsráðs sem vísaði því aftur til byggðaráðs og byggðaráð nú til Menningarráðs. Þar óskar hann eftir styrk vegna verkefnis sem heitir Fenris 2014 með Leikhópnum Sögu á Akureyri. Felst verkefnið m.a. í sýningarferð um Ísland, Danmörku og til Færeyja.

Menningarráð telur umsóknina afar spennandi en telur hana falla illa að reglum sjóðsins og vísar henni því aftur til byggðaráðs með ósk um jákvæð viðbrögð.
Menningarráð gerir í framhaldi af því tillögu til byggðaráðs um að settur verði liður inn í fjárhagsáætlun fyrir skapandi sumarstarf fyrir ungt fólk. Slíkt gæti verið góð viðbót við menningarflóru sveitarfélagsins og fyrir ungt listafólk.