Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018

Málsnúmer 201810107

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 104. fundur - 06.11.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að kjör á íþróttamanni ársins fari fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. janúar. Íbúakosningu verði komið af stað eins fljótt og hægt er í byrjun janúar 2019.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 106. fundur - 08.01.2019

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar, að því loknu fór fram leynileg kosning.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar

Snorri Eldjárn Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

Einnig sendi Kraftlyftingarfélag Akureyrar inn ábendingu um Ingva Örn Friðriksson. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 atkvæðum að tilnefna einnig Ingva Örn til kjörs á íþróttamanni ársins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 107. fundur - 17.01.2019

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00 og stóð til 17:50. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

Þórunn Andrésdóttir, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2018 voru eftirfarandi:
Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar
Ingvi Örn Friðriksson - tilnefndur af íþrótta- og æskulýðsráði eftir ábendingu frá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar.
Snorri Eldjárn Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir
Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir kylfingur GHD.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Amöndu Guðrúnu til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.