Ósk um launalaust leyfi vegna náms

Málsnúmer 201605095

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 79. fundur - 07.06.2016

Telma Björg Þórarinsdóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi frá störfum við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar í eitt ár, eða frá 1.september 2016 til 1. september 2017 vegna náms við háskólabrú Keilis á Akureyri. Sótt er um með fyrirvara um að af námi verði, en enn á eftir að ná lágmarksfjölda svo af náminu verði, það mun skýrast um miðjan júní.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 80. fundur - 06.09.2016

Telma Björg Þórarinsdóttir mun ekki fara í launalaust leyfi og hefur hafið störf aftur í íþróttamiðstöðinni.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 98. fundur - 13.02.2018

Telma Björg Þórarinsdóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi frá störfum við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar í eitt ár, eða frá 1.september 2018 til 1. september 2019 vegna náms við háskólabrú Keilis. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða.