Umsókn um afnot af Íþróttamiðstöð 21.-23. apríl 2017

Málsnúmer 201605073

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 79. fundur - 07.06.2016

Á vordögum 2017 hyggst Karlakór Dalvíkur standa fyrir svokölluðu Heklumóti hér á Dalvík. Um er að ræða kóramót norðlenskra karlakóra, og má reikna með ca. 10-12 karlakórum, með allt að 350 söngmenn, auk maka og annarra gesta.

Óskað er eftir því að fá afnot af Íþróttahúsinu á Dalvík dagana 21.-23. apríl 2017 í þessu skyni. Nánar tiltekið er þetta föstudagur til sunnudags, næstu helgi eftir páska. Mótið sjálft er ætlunin að fari fram á laugardeginum 22. apríl, og mun standa að mestu leyti frá morgni til kvölds. Daginn áður þarf að undirbúa aðstæður, m.a. með því að setja upp svið og söngpalla, svo og stóla fyrir gesti og áheyrendur.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa nánari útfærslu á leigu við Karlakór Dalvíkur.