Viðhald sparkvallar

Málsnúmer 201703111

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 88. fundur - 04.04.2017

Tekið fyrir rafbréf frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar UMFS frá 21. mars 2017.



Þar kemur fram að börnum stafi beinlínis hætta af ástandi vallarins og þurfi að bregðast við því strax. Fótboltaiðkendur stundi sínar æfingar þarna og grunnskólanemendur leiki sér í sinni útiveru. Nú sé kominn tími á að taka ákvörðun um framhaldið. Þessi staða sé ekki boðleg.



Íþrótta- og æskulýðsráð og embættismenn Dalvíkurbyggðar höfðu ekki vitneskju um að ástand vallarins væri með þessum hætti. Ráðið harmar jafnframt að hafa fyrst fengið vitneskju um ástand vallarins á samfélagsmiðlum.



Íþrótta- og æskulýðsráð telur að ef börnum stafar hætta á iðkun á vellinum þurfi að loka honum þar til úrbætur hafa farið fram. Íþrótta- og æskulýðfulltrúa er falið að meta aðstæður og leiðir til úrbóta í samráði við Barna- og unglingaráð og skólastjóra Dalvíkurskóla.