Vegna framkvæmdastjóra

Málsnúmer 201702061

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 87. fundur - 07.03.2017

Kristinn Ingi Valsson fór yfir stöðuna og gerði grein fyrir fundi með fulltrúum GHD. Skíðafélagið boðaði forföll og náðist ekki að funda með þeim fyrir fund íþrótta- og æskulýðsráðs.

Fyrir næsta fund ráðsins mun GHD senda inn tillögur um framtíðarsýn þeirra á starfinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að kalla fulltrúa skíðafélagsins á fund formanns, sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir næsta fund.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 88. fundur - 04.04.2017

Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar. Einnig rætt um framtíðarstöðu skíðasvæðisins í ljósi dóms Héraðsdóms Noðurlands eystra frá 3. apríl 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 89. fundur - 02.05.2017

Tekið fyrir erindi frá formanni GHD um breytingu á starfsmannahaldi í sumar eftir að framkvæmdarstjóri hætti störfum í vetur. Óskað er eftir því að fá að ráða starfsmann í sumar í stað sameiginlegs framkvæmdastjóra og fá greiddan styrk vegna framkvæmdastjóra til að standa undir kostnaði við slíkan starfmann í sumar.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkurinn verður greiddur til GHD fyrir árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð mun fara yfir stöðuna með GHD í haust og skal þá meta hvernig til tókst í sumar og í framhaldinu skoðað hvernig starf þurfi að vera í kringum rekstur á golfvellinum.