Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2016

Málsnúmer 201601147

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 75. fundur - 02.02.2016

Samþykkt að vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verði þriðjudaginn 3. maí kl. 16:00 í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að boða fulltrúa íþróttafélagana á fund og óska eftir tillögum að umræðuefni á fundinum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 77. fundur - 20.04.2016

Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs verður haldinn þriðjudaginn 3. maí í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að boða einn fulltrúa frá hverju íþróttafélagi eða deild.

Engar tillögur hafa borist frá íþróttafélögum um umræðuefni á fundinum en íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að rætt verði um eineltisáætlanir innan íþróttafélaga.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska aftur eftir tillögum um umræðuefni.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 78. fundur - 03.05.2016

Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:

Einar Hafliðason - Þorsteinn Svörfuður

Kristján Ólafsson - UMFS

Ingibjörg María Ingvadóttir -Frjálsíþróttadeild UMFS

Margrét Víkingsdóttir - Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS

Eva Björg Guðmundsdóttir - Fimleikadeild UMFS

Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir

Gísli Bjarnason og Marsibil Sigurðardóttir - Golfklúbburinn Hamar

Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Snæþór Arnþórsson - Skíðafélag Dalvíkur

Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir

Elín B Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán

Guðríður Sveinsdóttir - Blakfélagið Rimar

Kári Ellertsson - Framkvæmdarstjóri Skíðafélagsins og Golfklúbbsins.Formaður bauð fundarmenn velkomna og boðið var upp á kaffiveitingar. Kvenfélaginu Hvöt eru færðar bestu þakkir fyrir góðar veitingar.Í framhaldinu var umræða um eftirfarandi þætti:Eineltisáætlanir íþróttafélaganna:

Farið var yfir stöðuna varðandi eineltisáætlanir íþróttafélaganna í Dalvíkurbyggð. Aðilar samþykkir því að það þurfi að skerpa á þessum hlutum og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi stýra því verkefni og mun hann kalla saman félögin eftir þörfum.Fræðsluakedemía:

Margrét Víkingsdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS, kynnti hvað er búið að gera í tengslum við verkefnið. Búið er að halda námskeið fyrir börn og ungmenni og eru aðilar sammála því að halda þurfi einnig utanum þjálfara.Uppbygging á aðstöðu íþróttafélaganna:

Rætt um aðstöðumál og framtíðaruppbyggingu íþróttafélaganna.