Heilsueflandi Samfélag - verkáætlun 2014-15

Málsnúmer 201412056

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti verkáætlun vinnuhóps um heilsueflandi samfélag. Hana má sjá á næstu dögum á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Þar má meðal annars nefna íbúafund með fræðslu um hreyfingu, könnun til fyrirtækja um heilsueflingu og merkingu gönguleiða.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 67. fundur - 21.04.2015

Rætt um gang verkefnisins og næstu skref.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 69. fundur - 02.06.2015

Með fundarboði fylgdi til kynningar fundargerð starfshóps um heilsueflandi samfélag frá 13. maí 2015. Einnig kynnti íþrótta- og æskulýðsfulltrúi nýtt verkefni sem starfshópurinn kom af stað, en það kallast „Sumar heilsuefling í Dalvíkurbyggð“ og gengur út á að bjóða upp á valmöguleika á hreyfingu fjóra virka daga í viku fram að Fiskidegi án gjaldtöku. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að fyrsta daginn mættu 30 manns í skokk/göngu- og styrktarhópinn.



Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar framtakinu og hvetur hópinn til áframhaldandi góðra verka.