Skátatjaldið

Málsnúmer 201505165

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 69. fundur - 02.06.2015

Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Friðjóni Árna Sigurvinssyni, fyrir hönd björgunarsveitarinnar á Dalvík, þar sem óskað er eftir því að björgunarsveitin fái til umráða stóra tjaldið og bekkina sem var í eigu skátanna. Skátarnir afhentu Dalvíkurbyggð, ásamt öðrum eignum, tjaldið þegar þeir hættu starfsemi á Dalvík.



Íþrótta- og æskulýðsráð hefur verið í samningaviðræðum við UMSE og rætt um umsjón þeirra á tjaldinu en Björgunarsveitin mun geta fengið afnot af tjaldinu vegna starfsemi sinnar a.m.k. einu sinni á ári.