Íþrótta- og æskulýðsráð

52. fundur 03. janúar 2014 kl. 14:30 - 18:00 utan húss
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Afreks- og styrktarsjóður 2013

Málsnúmer 201311292Vakta málsnúmer

Kristinn Ingi Valsson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu þessa erindis.

Tekin var fyrir umsókn frá Nökkva Þeyr Þórissyni í afreks- og styrktarsjóð , sem vegna tækniörðugleika var ekki tekin fyrir á síðasta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Nökkva um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110

2.Frá 48. sambandsþingi UMFÍ 12. október 2013

Málsnúmer 201311241Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir hvatning frá Sambandsþingi UMFÍ þar sem skorað er á ungmenna-, íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur og foreldra til að hjóla eða ganga til og frá íþrótta- og frístundastarfi.

Lagt fram en Dalvíkurbyggð er einmitt að vinna að lýðheilsustefnu sem kemur inná þetta og hefst innleiðing á næstunni.

3.Stuðningur vegna umsóknar um ULM 2017

Málsnúmer 201311207Vakta málsnúmer

Tekið var erindi frá UMSE um stuðning sveitarfélagsins vegna Unglingalandsmóts 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð er áhugasamt um að mótið verði haldið í sveitarfélaginu. Byggðaráð hefur þegar tilnefnt Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og upplýsingafulltrúa í vinnuhópinn.

4.Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2014

Málsnúmer 201311137Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar ósk Snorrasjóðs um styrk til Snorraverkefnis.

Kristján Hjartarson mætti á fundinn.

5.Framlenging á leigusamningi vegna Rima

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Kristján Hjartarson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu þessa erindis.

Samningur Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf um rekstur á félagsheimilinu Rimum rann út 31. desember sl. og hefur Húsabakki ehf óskað eftir framlenginu á samningi en þó með nokkrum breytingum. Í rafpósti óskar framkvæmdastjóri Húsabakka eftir að félagið þurfi ekki að sjá um slátt á íþróttasvæðinu en því hefur félagið sinnt síðan það tók við. Jafnframt óskar hún eftir að skoðað verði að hafa Sundskálann opinn að einhverju leyti næsta sumar, að félagið fái að hafa gjaldskrá sína inni á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem það sé eitt að félagsheimilum sveitarfélagsins sem og samkeppnissjónarmið verði höfð í huga við uppbyggingu á tjaldsvæðinu á Dalvík.

Íþrótta- og æskulýðsráð er tilbúið til að framlengja óbreyttan samning út 31.12.2014 en telur ekki rétt að taka kostnaðarauka á sveitarfélagið með því að taka slátt úr samningi. Hvað varðar Sundskálann þá eru það mál statt hjá vinnuhópi sem er að leita leiða til að koma rekstri skálans í skýran farveg. Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki rétt að hafa verðskrána inni á heimasíðunni sveitarfélagsins en leggur til að félagið hafi gjaldskrána á sinni heimasíðu en settur verður tengill á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Ábending varðandi tjaldsvæðið á Dalvík er réttmæt og var tekin til umfjöllunar.

6.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Málsnúmer 201311294Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og formaður íþrótta- og æskulýðsráð fóru yfir ráðningarferli við ráðningu á íþrótta- og æskulýðsfulltrúa en 13 umsækjendu voru um stöðuna. Gengið hefur verið frá ráðningu á Gísla Rúnari Gylfasyni og mun hann hefja störf í febrúar.

Íþrótta- og æskulýðsráð hlakkar til samstarfs við Gísla.

7.Þakkir vegna styrkveitinga

Málsnúmer 201401041Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vill koma á framfæri þakklæti til Samherja fyrir styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Dalvíkurbyggð.

8.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2013

Málsnúmer 201311192Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir reglur um kjör og tilnefningar til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Ákveðið að skoða reglur betur og er málinu frestað til næsta fundar hjá íþrótta- og æskulýðsráði.

Að þessu loknu var lýst kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar og voru afhentir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði.

Veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði:

Anna Kristín Friðriksdóttir
Arnór Reyr Rúnarsson
Arnór Snær Guðmundsson
Birta Dís Jónsdóttir
Júlía Ýr Þorvaldsdóttir
Júlíana Björk Gunnarsdóttir
Ólöf María Einarsdóttir
Nökkvi Þórisson
Skúli Lórenz
Barna- og unglingaráð hlaut tvo styrki.
Björgunarsveit
Grjótglímufélagið

Tilnefndir til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar eru:
Anna Kristín Friðriksdóttir - hestar
Arnór Snær Guðmundsson - golf
Jakob Helgi Bjarnason - skíði
Júlíana Björk Gunnarsdóttir - frjálsar
Karl Vernharð Þorleifsson - frjálsar
Kristján Sigurólason - knattspyrna
Ólöf María Einarsdóttir - golf
Thelma María Heiðarsdóttir - sund

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar er Anna Kristín Friðriksdóttir fyrir hestaíþróttir.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi