Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Stuðningur vegna umsóknar um ULM 2017.

Málsnúmer 201311207

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 682. fundur - 14.11.2013

Tekið fyrir erindi frá UMSE, bréf dagsett þann 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að á stjórnarfundi UMSE sem haldinn var 7. nóvember s.l. var tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla þar sem stjórn UMSE er hvött til þess að sækja um að verða mótshaldari að Unglingalandsmóti UMFÍ 2017 með mótsstað á Dalvík. Stjórnin samþykkti einróma að stefna að umsókn og óskar hér með eftir stuðningi Dalvíkurbyggðar. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn til tvo aðila í starfshóp sem mun undírbúa umsóknina, en í hópnum munu starfa fulltrúar UMSE, UMFS og Dalvíkurbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum stuðning við umsókn UMSE skv. ofangreindu.Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í starfshópinn verði 2 og að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi verði annar þeirra.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 52. fundur - 03.01.2014

Tekið var erindi frá UMSE um stuðning sveitarfélagsins vegna Unglingalandsmóts 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð er áhugasamt um að mótið verði haldið í sveitarfélaginu. Byggðaráð hefur þegar tilnefnt Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og upplýsingafulltrúa í vinnuhópinn.