Íþrótta- og æskulýðsráð

80. fundur 06. september 2016 kl. 08:15 - 10:02 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201609018Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að starfsáætlun í íþrótta- og æskulýðsmálum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að óska eftir því við Byggðaráð að húseignir sem skráðar eru undir íþrótta- og æskuýðsmál verði teknar til skoðunar með það í huga að kostnaður við rekstur mannvirkja verði færðir á þá málaflokka sem nýtingin fer fram.



Samkvæmt tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar eiga fagráð að vera búin að skila inn tillögum 27. september. Samþykkt að næsti fundur verði færður fram um eina viku, eða þriðjudaginn 27. september.

2.Skráning tónlistarskólanemenda í ÆskuRækt

Málsnúmer 201609016Vakta málsnúmer

Gert var grein fyrir því að skráning í Tónlistarskólann á Tröllaskaga fer eingöngu fram í gegnum Visku, sem er skráningarkerfi Tónlistarskólans. Tónlistarskólinn mun svo senda lista með nemendum sem verður settur inn í ÆskuRækt til að halda utanum tölfræði á tómstundaiðkun barna í Dalvíkurbyggð.

3.Ósk um launalaust leyfi vegna náms

Málsnúmer 201605095Vakta málsnúmer

Telma Björg Þórarinsdóttir mun ekki fara í launalaust leyfi og hefur hafið störf aftur í íþróttamiðstöðinni.

Fundi slitið - kl. 10:02.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi