Íþrótta- og æskulýðsráð

49. fundur 03. september 2013 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár íþrótta- og æskulýðsmála

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tillögur að breytingum á gjalskrám málaflokksins:a) Árskógur Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Íþróttamiðstöð Nokkrar breytingar voru  gerðar á gjaldskrá í Íþróttamiðstöð þar sem afsláttur af skiptakortum í sund og líkamsrækt var töluvert mikill og það þarf að leiðrétta. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögu að afslætti fyrir starfsfólk Dalvíkurbyggðar að árskortum í Íþróttamiðstöðinni og benti á mikilvægi þess að Dalvíkurbyggð fari fyrir með góðu fordæmi þegar kemur að heilsueflingu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. c) Víkurröst Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. d) Tjaldsvæði Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Með fundaboði starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs og eru íþrótta- og æskulýðsmál hluti af því.Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir helstu verkefni 2014 sem og fjárhagsáætlun þess árs.Óskað er eftir 2.000.000 kr. aukafjárveitingu til að geta staðið við samning við Skíðafélag Dalvíkur um viðhald á lið 06-80-9145 Óskað er eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 1.030.000 kr. á lið 06-80-9145 en vakin er athygli að ný verkefni eru inni í áætlun  s.s. Nori og gerð lýðheilsustefnu og er kostnaður vegna þeirra áætlaður 650.000 kr. en ekki kom viðbót við ramma vegna þeirra.Óskað er eftir viðbjótarfjárveitingu vegna Ungmennaráðs að upphæð 250.000 kr. á lið 06-31.Jafnframt er vakin athygli á að enginn áætlun er á lið búnaðarkaupa í Íþróttamiðstöð og því ekkert svigrúm til að begðast við ef einhver búnaður gefur sig og hafa starfsmenn ráðsins og fulltrúar í ráðinu áhyggur af því.Samtals er því óskað eftir viðbótarfjárveitingu við ramma að upphæð 3.280.000 kr. Jafnframt er UMFS á lokasprettinum að vinna áætlun um uppbyggingu íþróttasvæðisins og óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að tekið verið skýr afstaða til þess við fjárhagsáætlanagerð. Verði þessar beiðnir samþykktar þá verður heildarrammi viðkomandi deilda 256.552.000 kr. Vegna endurbóta og aukinnar þjónustu við Tjaldsvæði Dalvíkur eykst kostnaður við tjaldsvæðis talsvert er því áætlaður rammi 3.534.000kr. í stað 801.000 kr. fyrir árið 2013.Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun  2014.

3.Starfslýsingar stjórnenda fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201307008Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi endurskoðuð starfslýsing fyrir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir starfslýsinguna eins og hún liggur fyrir.

4.Erindisbréf

Málsnúmer 201301126Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi erindisbréf  ráðsins með tillögum að breytingum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi