Íþrótta- og æskulýðsráð

160. fundur 09. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Snævar Örn mætti á fundinn kl. 8:35

1.Frístund

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Farið var yfir skýrslu vinnuhóps um Frístund sem var skilað í apríl á síðasta ári. Í þessari skýrslu er að finna útfærslur á 10-12 ára starfi í félagsmiðstöð sem og sumarnámskeiðum. SViðsstjóri er að vinna starfslýsingu sem verður lögð fyrir Byggðaráð í þessari viku.

2.Sumarnámskeið 2024

Málsnúmer 202402008Vakta málsnúmer

Fjallað var um sumarnámskeið undir liðnum hér að ofan "Frístund - 202211126"

3.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2024

Málsnúmer 202402006Vakta málsnúmer

Á vorfundinum verður rætt um fræðsluefni fyrir íþróttafélögin, öflun upplýsinga úr sakaskrá og sameiginlegan starfsmann fyrir íþróttafélögin. Þá verður einnig tekin staðan á Sportabler málum.
Fundurinn hefst kl. 16:30. Ráðið mun funda kl. 15:30 til að undirbúa fundinn.

4.Aðsóknartölur íþróttamiðstöð 2022 og 2023

Málsnúmer 202404058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðsóknartölur íþróttamiðstöðvar síðustu tvö ár.

5.Starfsemi félagsmiðstöðvar veturinn 2023-24

Málsnúmer 202311153Vakta málsnúmer

Föstudaginn 8. mars sl. var haldin söngkeppni Samfés á Norðurlandi sem kallast NorðurOrg. Um er að ræða forkeppni fyrir aðalsöngkeppni Samfés sem fram fer á Samfestingnum í maí ár hvert og fyrst allir eru mættir saman þá er haldið ball á eftir.

Félagsmiðstöðvar á Norðurlandi skiptast á að halda þennan viðburð og var nú komið að Félagsmiðstöðinni Dallas. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu á Dalvík og þangað mættu um 500 ungmenni. Frá Norðurlandi komast fimmm atriði áfram í lokakeppnina og voru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Dallas, þær Írena Rut Jónsdóttir og Lea Dalstein Ingimarsdóttir eitt af þeim fimm atriðum og munu því keppa fyrir okkar hönd í Laugardalshöllinni 4. maí nk.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar Írenu og Leu til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis í maí. Einnig þakkar ráðið fyrir vel undirbúna framkvæmd sem og skemmtilegan viðburð í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi