Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2024

Málsnúmer 202402006

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 158. fundur - 06.02.2024

Ákveða þarf dagsetningu á vorfundi ráðsins í ár. Einnig að kalla eftir umræðuefni á fundinn.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð fari fram fimmtudaginn 2. maí.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tillögum að umræðuefni hjá fulltrúum félaganna sem og að kynna dagsetninguna.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 160. fundur - 09.04.2024

Á vorfundinum verður rætt um fræðsluefni fyrir íþróttafélögin, öflun upplýsinga úr sakaskrá og sameiginlegan starfsmann fyrir íþróttafélögin. Þá verður einnig tekin staðan á Sportabler málum.
Fundurinn hefst kl. 16:30. Ráðið mun funda kl. 15:30 til að undirbúa fundinn.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 161. fundur - 02.05.2024

Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð sem eru með virka starfsemi. Fulltrúarnir mættu á fundinn kl. 16:30 og sátu undir þessum lið til fundarloka.
Eftirfarandi voru mættir
Elín B. Unnarsdóttir: Sundfélagið Rán
Friðjón Árni Siguvrvinsson UMFS.
Lilja Guðnadóttir og Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson: Hestamannafélagið Hringur
Kristinn Björnsson: meistaraflokkur UMFS
Bjarni Jóhann Valdimarsson: Golfklúbburinn Hamar
Óskar Óskarsson og Sigurður Guðmundsson: Skíðafélag Dalvíkur
Jónína Gunnlaugsdóttir : Rimar
Marinó Þorsteinsson: Ungmennafélagið Reynir
Einar Hafliðason: Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður
Freyr Antonsson: forseti Sveitarstjórnar

Á vorfundinum var rætt um fræðsluefni fyrir íþróttafélögin, öflun upplýsinga úr sakaskrá, sportabler og sameiginlegan starfsmann fyrir íþróttafélögin.

Samþykkt á fundinum búa til vinnuhóp með fulltrúum íþróttafélaganna um sameiginlegan starfsmann.
Fulltrúi frá UMFS, Golfklúbbur, skíðafélag, knattspyrnufélaginu og sundfélaginu.
Gíslu Bjarnason boðar til fyrsta fundar.