Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2022

Málsnúmer 202210117

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 142. fundur - 01.11.2022

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að minna íþróttafélögin á að skila inn tilnefningum vegna kjörs á íþróttamanni ársins. Skilafrestur er til 1. desember.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 143. fundur - 06.12.2022

Alls hafa borist tilnefndingar úr 6 íþróttagreinum. Knattspyrnu, skíði, sund, blak, golf og hestamennsku. Félögin geta bætt við afrek aðila fram að áramótum ef viðkomandi bætir við afrek sín á árinu. Kosning íbúa og íþrótta- og æskulýðsráðs fer fram í byrjun janúar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 144. fundur - 03.01.2023

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar. Kosning ráðsins fór fram á fundinum. Íbúakosning hefst í dag.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að íþróttamaður ársins fái styrk úr afreks- og styrktarsjóði að upphæð kr. 150.000.- þar sem afgangur var af sjóðnum þetta árið.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Anna Kristín Friðriksdóttir: Hestar
Elín Björk Unnarsdóttir: Sund
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir: Blak
Esther Ösp Birkisdóttir: Skíði
Marsibil Sigurðardóttir: Golf
Þröstur Mikael Jónasson: Knattspyrna

Íþrótta- og æskulýðsráð - 145. fundur - 12.01.2023

Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 fór fram í menningarhúsinu Bergi. Fundur hófst með undirbúning og athöfnin fór svo fram kl. 16:30 þar sem tilnefndum var veitt viðurkenning og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar var tilkynntur.

Það var Blakkonan Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir sem varð valin í ár. En hún hefur stundað blak með KA undanfarið ár.
Lovísa varð Íslandsmeistari, Bikarmeistari og Deildarmeistari í blaki með KA á síðasta keppnistímabili. Hún spilaði alla leiki KA á síðustu leiktíð og það sem af er á þessari leiktíð. Hún hefur æft með U20 landsliðinu og einnig valin í æfingahóp hjá A-landsliðinu.
Lovísa hefur sýnt mikinn metnað og dugnað við æfingar sem hefur skilað sér í þessum góða árangri.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar Lovísu Rut til hamingju til titilinn og hinum til hamingju með tilnefninguna.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestar
Elín Björk Unnarsdóttir
- Sund
Esther Ösp Birkisdóttir
- Skíði
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir - Blak
Marsibil Sigurðardóttir
- Golf
Þröstur Mikael Jónasson ? Knattspyrna