Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Málsnúmer 201806065

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 227. fundur - 26.06.2018

Með fundarboði fylgdi bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu dags. 5. júní 2018 þar sem kynntir eru fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030. Fundir fyrir Eyjafjarðarsvæðið verða 1. og 2. október, annars vegar fyrir forsvarsmenn sveitarfélaga og ábyrgðaraðila málaflokka mennta-, velferðar- og heilbrigðismála og hins vegar fyrir fulltrúa kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-. grunn- og framhaldsskóla, fulltrúa foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála.
Lagt fram til kynningar.