Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ný kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201806079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 869. fundur - 22.06.2018

a) Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. júní 2018, er varðar kynningu á nýjum kjarasamningi við Félag grunnskólakennara. Gildistíminn er frá 1. desember 2017 og til 30. júní 2019.
b) Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 14. júní 2018, er varðar val grunnskólakennara á menntunarkafla í nýjum kjarasamningi. Valið ræður því hvort laun eru greidd til einstaklings samkvæmt launatöflu 1 eða 2 frá 1. ágúst n.k. Sérstök athygli er vakin á því að hvert sveitarfélag þarf að taka ákvörðun og aðlaga leiðbeiningaskjalið að hluta eftir því hvaða framkvæmd það ætlar að heimila þegar kemur að því að skila / móttaka þau gögn sem um ræðir þ.e. tilkynninguna sjálfa og menntunargögn.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 227. fundur - 26.06.2018

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti nýjan kjarasamning grunnskólakennara. Taka þarf ákvörðun um hvernig kennarar skili inn gögnum um val á launatöflum.
Lagt fram til kynningar. Samþykkt með 5 atkvæðum að kennarar skili gögnum til launafulltrúa í pappírsformi.

Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:45.