Heilsa og lífskjör skólabarna 2017-18

Málsnúmer 201711009

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 222. fundur - 13.12.2017

Með rafbréfi dagsettu 1. nóvember 2017 óskar Ársæll Már Arnarson, f.h. Háskóla Íslands, samþykkis fræðsluráðs fyrir því að heimilað verði að leggja könnunina "Heilsa og lífskjör skólabarna" fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í Dalvíkurbyggð. Rannsóknin hefur verið lögð fyrir í þessum árgöngum í grunnskólum landsins fjórða hvert ár frá árinu 2006 og er þessi fyrirlögn því sú fjórða í röðinni.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila fyrirlögnina.
Gunnþór fór af fundi kl.10:05.