Fræðsluráð

161. fundur 11. janúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi.
Dagskrá
Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Kátakots sat fundinn undir málefnum leik- og grunnskóla. Friðrik Arnarson deildarstjóri eldra stigs sat fundinn undir málefnum grunnskólans.

Kaldo Kiis skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir málefnum tónlistarskóla.

Dr

1.Uppbyggingarstefnan

Málsnúmer 201201003Vakta málsnúmer

&Formaður fræðsluráðs óskaði eftir því að skólastjórar skólanna gerðu stuttlega grein fyrir gangi innleiðingar Uppbyggingarstefnunnar í skólum sveitarfélagsins.

 

Í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar gengur innleiðingin vel. Ánægja var meðal starfsfólks með námskeiðið í ágúst. Fundað hefur verið u.þ.b. einu sinni í mánuði vegna stefnunnar og farið var í að setja niður á blað skýr mörk skólans á haustdögum. Næst á dagskrá er að starfsfólk móti með sér starfsmannasáttmála en fundað verður vegna þess í vikunni. Í ágúst næstkomandi er stefnt á að fá Joel Shimoji hingað til að halda námskeiðið Uppbygging 2. Verkefnastjórinn í grunnskólanum heldur vel utan um innleiðinguna.

 

Á Krílakoti er verið að vinna að sáttmála og umræður um hvernig mögulegt er að kenna börnum viðmið og gildi.

 

Á Kátakoti hefur verið unnið með bókina Uppeldi til ábyrgðar í vetur og leshringur var settur af stað. Á starfsdegi núna í janúar var tekinn tími í umræðu um stefnuna.

 

Áður en innleiðing á Uppbyggingunni hófst voru búin að vera markviss vinnubrögð í þá átt að hjálpa börnum að leysa ágreining sín á milli á Leikbæ. Hafinn er lestur á bókinni Uppbygging til ábyrgðar en ekki hefur tekist að taka umræðu og klára lesturinn vegna tímaskorts.

 

Í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar var leshópur kennara að störfum í vor og í október kom verkefnastjóri Uppbyggingarinnar í grunnskólanum í spjall í tónlistarskólann. Skoðað verður hvaða skref verða tekin í framhaldinu og þau kynnt.

2.Samræmd próf og kannanir 2011

Málsnúmer 201201009Vakta málsnúmer

&&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti ferli viðbragða við niðurstöðum samræmdra prófa og þær aðgerðir sem skólinn fer í ár hvert þegar niðurstöður liggja fyrir.

 

Friðrik Arnarson deildarstjóri eldra stigs Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti niðurstöður Skólapúlsins. Í Skólapúlsinum er könnuð líðan nemenda í 6.-10. bekk grunnskólans og borin saman við líðan nemenda annarra skóla. Umbótaáætlun verður unnin í vor þegar niðurstöður tveggja ára liggja fyrir en í nýlegum niðurstöðum var t.d. nokkur munur á líðan stúlkna og drengja í skólanum stúlkum í óhag.

 

Umræður áttu sér stað í kjölfarið.

3.Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti stöðuna á skólanámskrá skólans. Verið að leggja lokahönd á útgáfu hennar en vegna veikinda náðist ekki að vinna eins mikið í henni og væntingar stóðu til um. Hann telur þó raunhæft að leggja fram lokaútgáfu skólanámskrárinnar fyrir fræðsluráðsfund í febrúar.

 

 

4.Önnur mál 2012

Málsnúmer 201201001Vakta málsnúmer

&a) Ferð Krílakots til Englands

 

Starfsmenn Krílakots eru á leið í námsferð til Englands og vegna þessa er samþykkt breyting á skóladagatali um að skólinn verði lokaður miðvikudaginn 16. maí en þess í stað munu tveir hálfir starfsdagar falla út á móti.

5.Trúnaðarmál fræðsluráð

Málsnúmer 201111085Vakta málsnúmer

&Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi.